Innlent

Von á stormi fram á nótt

Von er á stormi sunnan- og vestanlands fram á nótt. Mynd/GVA
Von er á stormi sunnan- og vestanlands fram á nótt. Mynd/GVA
Veðurstofa Íslands vekur athygli á stormviðvörun en spáð er austan og suðaustan stormi sunnan- og vestanlands fram á nótt.

„Þar sem búast má við snörpum vindhviðum og úrkomu er rétt að athuga með lausamuni og hreinsa frá niðurföllum. Vegfarendur eru hvattir til þess að fylgjast með veðri og færð áður en lagt er af stað. Nánari upplýsingar er að finna á vef Veðurstofu Íslands vedur.is og Vegagerðarinnar vegagerdin.is," segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×