Vonar að ferðamönnum verði ekki smalað í kirkjugarðana um jólin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 15:07 Það er spurning hvort að ferðamenn muni fjölmenna í kirkjugarðana um jólin. vísir „Ég ætla að vona að það sé ekki verið að smala þeim hingað á aðfangadag og ekki á morgun heldur svo sem,“ segir Kári Garðarsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, þegar hann er spurður út í frétt Vísis um að Höfuðborgarstofa bendi ferðamönnum sem eru í borginni um jól og áramót að kíkja í kirkjugarðana. Mikil umferð er vanalega við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag og mun lögreglan sérstaklega fylgjast með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð. „Miðað við hvernig traffíkin er, sem hefur svo sem verið að breytast í gegnum árin og er mismundandi á milli hverfa, þá er þetta nú ekki það sem við erum að sækjast eftir, ég viðurkenni það alveg eins og er,“ segir Kári og bætir við að umferðin og álagið í görðunum sé nóg fyrir.Myndi keyra um þverbak ef rútur færu að koma „Hér er yfirleitt allt fullt á aðfangadag og þó að þetta dreifist yfir fleiri daga en áður þá er það ennþá mjög algengt að Íslendingar fari í kirkjugarðinn á aðfangadag.“ Aðspurður hvort að starfsfólk kirkjugarðanna hafi orðið vart við ferðamenn í görðunum undanfarin ár á þessum árstíma segir Kári svo ekki vera. „Við erum ekki farin að sjá rútur ennþá og maður leggur ekki merki til þess að ferðamenn séu sérstaklega að koma í garðana en það er líka svo mikill straumur af fólki og mikil traffík að við höfum ekki orðið vör við það þannig.“ Þá kveðst Kári ekki spenntur fyrir því að fara að fá rútur fullar af ferðamönnum í garðana. „Nei, það myndi nú bara keyra um þverbak ef það yrði,“ segir hann.Umferð takmörkuð við garðana Hér að neðan má sjá upplýsingar um það hvernig umferð verður háttað við kirkjugarðana í Reykjavík næstu daga.Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu og aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.Bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarði er takmörkuð á aðfangadag á milli kl 9–15 og aðeins heimil þeim sem framvísa svokölluðu P-merki. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Suðurhlíð er opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi frá og með 22. desember. Sú leið er hentug fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs. Ökumenn sem nýta sér þá leið eru sérstaklega beðnir um að sýna aðgát gagnvart gangandi vegfarendum.Aðkoma að Gufuneskirkjugarði verður eingöngu frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarðinum og verður um einskonar hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norðanmegin og inn á Borgaveg. Ökumenn eru beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Með þessu móti minnkar álagið á Víkurveg og Hallsveg og greiðir fyrir umferð þeirra sem eru að koma í kirkjugarðinn.Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að aka varlega og sýna tillitssemi í umferðinni. Rétt er sömuleiðis að vara gangandi vegfarendur við hálku sem er víða að finna á bifreiðastæðum og göngustígum og því vissara að fara að öllu með gát. Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
„Ég ætla að vona að það sé ekki verið að smala þeim hingað á aðfangadag og ekki á morgun heldur svo sem,“ segir Kári Garðarsson, garðyrkjustjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis, þegar hann er spurður út í frétt Vísis um að Höfuðborgarstofa bendi ferðamönnum sem eru í borginni um jól og áramót að kíkja í kirkjugarðana. Mikil umferð er vanalega við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag og mun lögreglan sérstaklega fylgjast með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð. „Miðað við hvernig traffíkin er, sem hefur svo sem verið að breytast í gegnum árin og er mismundandi á milli hverfa, þá er þetta nú ekki það sem við erum að sækjast eftir, ég viðurkenni það alveg eins og er,“ segir Kári og bætir við að umferðin og álagið í görðunum sé nóg fyrir.Myndi keyra um þverbak ef rútur færu að koma „Hér er yfirleitt allt fullt á aðfangadag og þó að þetta dreifist yfir fleiri daga en áður þá er það ennþá mjög algengt að Íslendingar fari í kirkjugarðinn á aðfangadag.“ Aðspurður hvort að starfsfólk kirkjugarðanna hafi orðið vart við ferðamenn í görðunum undanfarin ár á þessum árstíma segir Kári svo ekki vera. „Við erum ekki farin að sjá rútur ennþá og maður leggur ekki merki til þess að ferðamenn séu sérstaklega að koma í garðana en það er líka svo mikill straumur af fólki og mikil traffík að við höfum ekki orðið vör við það þannig.“ Þá kveðst Kári ekki spenntur fyrir því að fara að fá rútur fullar af ferðamönnum í garðana. „Nei, það myndi nú bara keyra um þverbak ef það yrði,“ segir hann.Umferð takmörkuð við garðana Hér að neðan má sjá upplýsingar um það hvernig umferð verður háttað við kirkjugarðana í Reykjavík næstu daga.Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuðborgarsvæðinu á Þorláksmessu og aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstaklega með umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er.Bílaumferð inn í Fossvogskirkjugarði er takmörkuð á aðfangadag á milli kl 9–15 og aðeins heimil þeim sem framvísa svokölluðu P-merki. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogskirkju, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Suðurhlíð er opin inn á Kringlumýrarbraut í gegnum planið hjá N1 í Fossvogi frá og með 22. desember. Sú leið er hentug fyrir þá sem eru að fara til Hafnarfjarðar og/eða Kópavogs. Ökumenn sem nýta sér þá leið eru sérstaklega beðnir um að sýna aðgát gagnvart gangandi vegfarendum.Aðkoma að Gufuneskirkjugarði verður eingöngu frá Hallsvegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarðinum og verður um einskonar hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norðanmegin og inn á Borgaveg. Ökumenn eru beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. Með þessu móti minnkar álagið á Víkurveg og Hallsveg og greiðir fyrir umferð þeirra sem eru að koma í kirkjugarðinn.Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að aka varlega og sýna tillitssemi í umferðinni. Rétt er sömuleiðis að vara gangandi vegfarendur við hálku sem er víða að finna á bifreiðastæðum og göngustígum og því vissara að fara að öllu með gát.
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. 22. desember 2016 11:45