Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2014 18:45 Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. Hann telur að gróður sé hálfum mánuði fyrr á ferðinni en í meðalári. Hann þakkar það góðri vætutíð í maímánuði. „Það hefur verið svo góð sprettutíð. Það hefur verið hæfilegur raki í maímánuði, - það hefur oft verið mjög þurrt í maímánuði. Og það hefur verið lítið um frostnætur," segir Ólafur. Hann hefur starfað að málefnum landbúnaðarins í yfir fjörutíu ár og er nú elsti ráðunautur Bændasamtakanna. Hann telur að fara þurfi áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um jafn góða sumarbyrjun fyrir gróðurinn. „Jafnvel 50 ár. Ég man vel eftir vorinu 1964. Það var mjög gott vor. 1974 var einnig gott og jafnvel 1980. En ég treysti mér ekki til að fara mikið nær,“ segir Ólafur. Ein vísbendingin um sterka sumarbyrjun er lúpínan. Hún er farin að blómstra og farin að mynda bláar breiður, jafnvel 2-3 vikum fyrr á Reykjavíkursvæðinu en venjulega. Trén við Bændahöllina segja líka sína sögu en þar eru blómin farin að sjást á reyniviðnum og gullregninu. Ólafi finnst gróðurinn núna fyrstu dagana í júní líkari því sem venjulega er seinnipartinn í júní. Það muni allt að tveimur vikum miðað við meðalár, að minnsta kosti sunnanlands. Hann segir að staðan sé góð um land allt, nema á nokkrum stöðum sé þó kal í túnum eftir svellalög vetrarins. Landsmenn sjá gróskuna allt í kringum í sig og bændur kætast. „Sérstaklega hér á sunnanverðu landinu. Þeir eru að byrja að heyja núna, sem er mjög snemmt. Það má reikna með því að heyskapur byrji almennt snemma. Úthagi lítur vel út og trjágróður lítur alveg sérlega vel út.“ Landbúnaður Veður Tengdar fréttir Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. Hann telur að gróður sé hálfum mánuði fyrr á ferðinni en í meðalári. Hann þakkar það góðri vætutíð í maímánuði. „Það hefur verið svo góð sprettutíð. Það hefur verið hæfilegur raki í maímánuði, - það hefur oft verið mjög þurrt í maímánuði. Og það hefur verið lítið um frostnætur," segir Ólafur. Hann hefur starfað að málefnum landbúnaðarins í yfir fjörutíu ár og er nú elsti ráðunautur Bændasamtakanna. Hann telur að fara þurfi áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um jafn góða sumarbyrjun fyrir gróðurinn. „Jafnvel 50 ár. Ég man vel eftir vorinu 1964. Það var mjög gott vor. 1974 var einnig gott og jafnvel 1980. En ég treysti mér ekki til að fara mikið nær,“ segir Ólafur. Ein vísbendingin um sterka sumarbyrjun er lúpínan. Hún er farin að blómstra og farin að mynda bláar breiður, jafnvel 2-3 vikum fyrr á Reykjavíkursvæðinu en venjulega. Trén við Bændahöllina segja líka sína sögu en þar eru blómin farin að sjást á reyniviðnum og gullregninu. Ólafi finnst gróðurinn núna fyrstu dagana í júní líkari því sem venjulega er seinnipartinn í júní. Það muni allt að tveimur vikum miðað við meðalár, að minnsta kosti sunnanlands. Hann segir að staðan sé góð um land allt, nema á nokkrum stöðum sé þó kal í túnum eftir svellalög vetrarins. Landsmenn sjá gróskuna allt í kringum í sig og bændur kætast. „Sérstaklega hér á sunnanverðu landinu. Þeir eru að byrja að heyja núna, sem er mjög snemmt. Það má reikna með því að heyskapur byrji almennt snemma. Úthagi lítur vel út og trjágróður lítur alveg sérlega vel út.“
Landbúnaður Veður Tengdar fréttir Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00