Vorið jafnvel það besta í hálfa öld Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2014 18:45 Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. Hann telur að gróður sé hálfum mánuði fyrr á ferðinni en í meðalári. Hann þakkar það góðri vætutíð í maímánuði. „Það hefur verið svo góð sprettutíð. Það hefur verið hæfilegur raki í maímánuði, - það hefur oft verið mjög þurrt í maímánuði. Og það hefur verið lítið um frostnætur," segir Ólafur. Hann hefur starfað að málefnum landbúnaðarins í yfir fjörutíu ár og er nú elsti ráðunautur Bændasamtakanna. Hann telur að fara þurfi áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um jafn góða sumarbyrjun fyrir gróðurinn. „Jafnvel 50 ár. Ég man vel eftir vorinu 1964. Það var mjög gott vor. 1974 var einnig gott og jafnvel 1980. En ég treysti mér ekki til að fara mikið nær,“ segir Ólafur. Ein vísbendingin um sterka sumarbyrjun er lúpínan. Hún er farin að blómstra og farin að mynda bláar breiður, jafnvel 2-3 vikum fyrr á Reykjavíkursvæðinu en venjulega. Trén við Bændahöllina segja líka sína sögu en þar eru blómin farin að sjást á reyniviðnum og gullregninu. Ólafi finnst gróðurinn núna fyrstu dagana í júní líkari því sem venjulega er seinnipartinn í júní. Það muni allt að tveimur vikum miðað við meðalár, að minnsta kosti sunnanlands. Hann segir að staðan sé góð um land allt, nema á nokkrum stöðum sé þó kal í túnum eftir svellalög vetrarins. Landsmenn sjá gróskuna allt í kringum í sig og bændur kætast. „Sérstaklega hér á sunnanverðu landinu. Þeir eru að byrja að heyja núna, sem er mjög snemmt. Það má reikna með því að heyskapur byrji almennt snemma. Úthagi lítur vel út og trjágróður lítur alveg sérlega vel út.“ Landbúnaður Veður Tengdar fréttir Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Sumarkoman í ár er jafnvel sú besta í hálfa öld, segir elsti ráðunautur Bændasamtakanna, Ólafur Dýrmundsson. Hann telur að gróður sé hálfum mánuði fyrr á ferðinni en í meðalári. Hann þakkar það góðri vætutíð í maímánuði. „Það hefur verið svo góð sprettutíð. Það hefur verið hæfilegur raki í maímánuði, - það hefur oft verið mjög þurrt í maímánuði. Og það hefur verið lítið um frostnætur," segir Ólafur. Hann hefur starfað að málefnum landbúnaðarins í yfir fjörutíu ár og er nú elsti ráðunautur Bændasamtakanna. Hann telur að fara þurfi áratugi aftur í tímann til að finna dæmi um jafn góða sumarbyrjun fyrir gróðurinn. „Jafnvel 50 ár. Ég man vel eftir vorinu 1964. Það var mjög gott vor. 1974 var einnig gott og jafnvel 1980. En ég treysti mér ekki til að fara mikið nær,“ segir Ólafur. Ein vísbendingin um sterka sumarbyrjun er lúpínan. Hún er farin að blómstra og farin að mynda bláar breiður, jafnvel 2-3 vikum fyrr á Reykjavíkursvæðinu en venjulega. Trén við Bændahöllina segja líka sína sögu en þar eru blómin farin að sjást á reyniviðnum og gullregninu. Ólafi finnst gróðurinn núna fyrstu dagana í júní líkari því sem venjulega er seinnipartinn í júní. Það muni allt að tveimur vikum miðað við meðalár, að minnsta kosti sunnanlands. Hann segir að staðan sé góð um land allt, nema á nokkrum stöðum sé þó kal í túnum eftir svellalög vetrarins. Landsmenn sjá gróskuna allt í kringum í sig og bændur kætast. „Sérstaklega hér á sunnanverðu landinu. Þeir eru að byrja að heyja núna, sem er mjög snemmt. Það má reikna með því að heyskapur byrji almennt snemma. Úthagi lítur vel út og trjágróður lítur alveg sérlega vel út.“
Landbúnaður Veður Tengdar fréttir Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Spáin hækkar í 22 stiga hita Veðurstofan hefur endurskoðað spá sína fyrir hvítasunnuhelgina, - og það til hins betra. 5. júní 2014 10:00