Innlent

Vörnin hefur þegar kostað Geir 9 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir H. Haarde á blaðamannafundinum.
Geir H. Haarde á blaðamannafundinum.
Kostnaðurinn strax kominn í níu milljónir, sagði Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á blaðamannafundi í dag. Stuðningsmannafélag hefur verið stofnað fyrir Geir til þess að standa straum af kostnaði við málið. Geir og Andri Árnason verjandi hans eru með fjölda manna á sínum snærum til að vinna að vörnum við málið.

Geir sagði að Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Atli Gíslason bæru höfuðábyrgð á réttarhöldum gegn sér - fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi. Geir sagði að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur J. Sigfússon hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að hann einn skyldi hafa verið ákærður. Svipað hafi Atli Gíslason sagt í viðtali við Fréttablaðið.

Yfirlýsingu Geirs er að finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Um 1200 styðja Geir

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, og Einar Karl Haraldsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, eru meðal þeirra sem styðja Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna ákæru á hendur honum fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Fjöldi fólks hefur skráð sig á vefsíðu sem opnuð hefur verið til stuðnings Geir en hátt í 1200 höfðu skráð nafn sitt á síðuna um klukkan tvö í dag.

Stuðningsmenn Geirs opna heimasíðu

Vefsíða hefur verið opnuð til stuðnings Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna ákæru á hendur honum fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð.

Geir boðar til blaðamannafundar

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur boðað blaðamenn á sinn fund í dag klukkan fjögur. Í tilkynningu segir að tilefnið sé væntanleg þingfesting landsdómsmálsins gegn Geir sem fram fer á morgun.

Geir segist eiga við ofurefli að etja

"Ég vísa öllum ákæruatriðum á bug. Þau eru fráleit, sérstaklega í ljósi þess að ákvarðanir minnar ríkisstjórnar í aðdraganda bankahrunsins reyndust réttar. Ákæruskjalið er þannig samið að nausynlegt er að láta á það reyna hvort það standist réttarfarslegar reglur," segir Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, á blaðamannafundi, sem nú fer fram. Hann segist ætla að krefjast frávísunar í málinu við fyrsta tækifæri og að um pólitíska atlögu sé að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×