Vöruflutningabíll fauk á hliðina á Borgarfjarðarbrú við Borgarfjörð um áttaleytið í morgun. Ökumaður var einn í bílnum, en slapp ómeiddur. Ekki liggur fyrir hversu mikið skemmdur bíllinn er, en lögreglan segist að venjulegast verði töluverðar skemmdir þegar svona lagað gerist.
