Vöxtur í framkvæmdum kallar á innflutt vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2015 20:59 Meira hefur borið á því á undanförnum mánuðum og misserum en áður að brotið sé á erlendu launafólki sem kemur hingað til lands vegna tímabundinna verkefna. Dæmi eru um fólk á launum sem eru langt undir gildandi kjarasamningum á Íslandi. Heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum á Íslandi á undanförnum misserum og samtímis fjölgar málum hjá Alþýðusambandi Íslands þar sem grunur leikur á að verið sé að snuða erlent launafólk. Dæmi eru um langan vinnutíma alla daga vikunnar og að launamenn séu verktakar á launum sem þegar upp er staðið eru langt undir kjarasamnngum á Íslandi.Eru ekki lög á Íslandi sem banna slíkt? „Jú. Meginreglan er sú að þessir starfsmenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, eiga að njóta kjara og annarra réttinda samkvæmt íslenskum kjarasamningum og lögum. Það er grundvallaratriði hjá okkur,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandins. Þetta fólk eigi einnig að njóta réttar til orlofs, veikindaleyfis, aðbúnaðar og svo framvegis. Gert sé ráð fyrir að vinnumarkaðurinn vaxi um fimm þúsund störf á næstu misserum. „Það eru ekki Íslendingar til að vinna þessi verk. Þannig að þá er eini kosturinn að flytja inn erlent launafólk. Eins og við þekkjum er það gjarnan gert þannig að það er verið að gera tilraunir til að misnota þetta fólk með einhverjum hætti. Og sjá til þess að það njóti þá ekki þeirra réttinda og kjara sem því ber,“ segir Halldór. Dæmi séu um að útlendingar sem lendi í vinnuslysi séu svo illa tryggðir að þeir séu fluttir úr landi í stað þess að njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sumar kom upp mál við framkvæmdir á Þeistareykjum fyrir norðan vegna kjara starfsmanna hjá pólsku undirverktakafyrirtæki hjá LNS Sögu. Það mál leysist hins vegar farsællega milli fyrirtækjanna og verkalýðsfélaga á Húsavík. Ásgeir Loftsson framkvæmdastjóri LNS segir fyrirtæki í Evrópu hafa nokkra mánaða aðlögunartíma þegar farið sé á milli landa og það gildi jafnt fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum og erlend fyrirtæki hér. „Það er náttúrlega algert skilyrði fyrir okkur að menn uppfylli íslensk lög og reglur. Þess vegna settum við það sem kröfu í okkar verksamninga. Svo hjálpum við mönnum við að koma þessu í réttan farveg ef þörf er á,“ LNS verktakar fengu nýlega það verkefni að byggja nýtt sjúkrahótel við Landsspítalann sem fyrsta skóflustunga var tekin af í síðustu viku. „Við erum svosem ósköp litblindir á hvaðan menn koma. Starfsmenn okkar koma frá mörgum löndum. Bæði frá Íslandi og hinum stóra heimi. Þar verða líka undirverktakar, bæði íslenskir og kannski útlenskir líka,“ segir Ásgeir. LNS verktakar eru með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns og segir Ásgeir um helming starfsfólks í hvoru landi vera útlendinga. Það séu síðan fjölbreyttar ástæður fyrir því að leitað sé til undirverktaka um einstaka hluta þeirra verkefna sem fyrirtækið fáist við. Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Meira hefur borið á því á undanförnum mánuðum og misserum en áður að brotið sé á erlendu launafólki sem kemur hingað til lands vegna tímabundinna verkefna. Dæmi eru um fólk á launum sem eru langt undir gildandi kjarasamningum á Íslandi. Heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum á Íslandi á undanförnum misserum og samtímis fjölgar málum hjá Alþýðusambandi Íslands þar sem grunur leikur á að verið sé að snuða erlent launafólk. Dæmi eru um langan vinnutíma alla daga vikunnar og að launamenn séu verktakar á launum sem þegar upp er staðið eru langt undir kjarasamnngum á Íslandi.Eru ekki lög á Íslandi sem banna slíkt? „Jú. Meginreglan er sú að þessir starfsmenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, eiga að njóta kjara og annarra réttinda samkvæmt íslenskum kjarasamningum og lögum. Það er grundvallaratriði hjá okkur,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandins. Þetta fólk eigi einnig að njóta réttar til orlofs, veikindaleyfis, aðbúnaðar og svo framvegis. Gert sé ráð fyrir að vinnumarkaðurinn vaxi um fimm þúsund störf á næstu misserum. „Það eru ekki Íslendingar til að vinna þessi verk. Þannig að þá er eini kosturinn að flytja inn erlent launafólk. Eins og við þekkjum er það gjarnan gert þannig að það er verið að gera tilraunir til að misnota þetta fólk með einhverjum hætti. Og sjá til þess að það njóti þá ekki þeirra réttinda og kjara sem því ber,“ segir Halldór. Dæmi séu um að útlendingar sem lendi í vinnuslysi séu svo illa tryggðir að þeir séu fluttir úr landi í stað þess að njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sumar kom upp mál við framkvæmdir á Þeistareykjum fyrir norðan vegna kjara starfsmanna hjá pólsku undirverktakafyrirtæki hjá LNS Sögu. Það mál leysist hins vegar farsællega milli fyrirtækjanna og verkalýðsfélaga á Húsavík. Ásgeir Loftsson framkvæmdastjóri LNS segir fyrirtæki í Evrópu hafa nokkra mánaða aðlögunartíma þegar farið sé á milli landa og það gildi jafnt fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum og erlend fyrirtæki hér. „Það er náttúrlega algert skilyrði fyrir okkur að menn uppfylli íslensk lög og reglur. Þess vegna settum við það sem kröfu í okkar verksamninga. Svo hjálpum við mönnum við að koma þessu í réttan farveg ef þörf er á,“ LNS verktakar fengu nýlega það verkefni að byggja nýtt sjúkrahótel við Landsspítalann sem fyrsta skóflustunga var tekin af í síðustu viku. „Við erum svosem ósköp litblindir á hvaðan menn koma. Starfsmenn okkar koma frá mörgum löndum. Bæði frá Íslandi og hinum stóra heimi. Þar verða líka undirverktakar, bæði íslenskir og kannski útlenskir líka,“ segir Ásgeir. LNS verktakar eru með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns og segir Ásgeir um helming starfsfólks í hvoru landi vera útlendinga. Það séu síðan fjölbreyttar ástæður fyrir því að leitað sé til undirverktaka um einstaka hluta þeirra verkefna sem fyrirtækið fáist við.
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira