Vöxtur í framkvæmdum kallar á innflutt vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2015 20:59 Meira hefur borið á því á undanförnum mánuðum og misserum en áður að brotið sé á erlendu launafólki sem kemur hingað til lands vegna tímabundinna verkefna. Dæmi eru um fólk á launum sem eru langt undir gildandi kjarasamningum á Íslandi. Heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum á Íslandi á undanförnum misserum og samtímis fjölgar málum hjá Alþýðusambandi Íslands þar sem grunur leikur á að verið sé að snuða erlent launafólk. Dæmi eru um langan vinnutíma alla daga vikunnar og að launamenn séu verktakar á launum sem þegar upp er staðið eru langt undir kjarasamnngum á Íslandi.Eru ekki lög á Íslandi sem banna slíkt? „Jú. Meginreglan er sú að þessir starfsmenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, eiga að njóta kjara og annarra réttinda samkvæmt íslenskum kjarasamningum og lögum. Það er grundvallaratriði hjá okkur,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandins. Þetta fólk eigi einnig að njóta réttar til orlofs, veikindaleyfis, aðbúnaðar og svo framvegis. Gert sé ráð fyrir að vinnumarkaðurinn vaxi um fimm þúsund störf á næstu misserum. „Það eru ekki Íslendingar til að vinna þessi verk. Þannig að þá er eini kosturinn að flytja inn erlent launafólk. Eins og við þekkjum er það gjarnan gert þannig að það er verið að gera tilraunir til að misnota þetta fólk með einhverjum hætti. Og sjá til þess að það njóti þá ekki þeirra réttinda og kjara sem því ber,“ segir Halldór. Dæmi séu um að útlendingar sem lendi í vinnuslysi séu svo illa tryggðir að þeir séu fluttir úr landi í stað þess að njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sumar kom upp mál við framkvæmdir á Þeistareykjum fyrir norðan vegna kjara starfsmanna hjá pólsku undirverktakafyrirtæki hjá LNS Sögu. Það mál leysist hins vegar farsællega milli fyrirtækjanna og verkalýðsfélaga á Húsavík. Ásgeir Loftsson framkvæmdastjóri LNS segir fyrirtæki í Evrópu hafa nokkra mánaða aðlögunartíma þegar farið sé á milli landa og það gildi jafnt fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum og erlend fyrirtæki hér. „Það er náttúrlega algert skilyrði fyrir okkur að menn uppfylli íslensk lög og reglur. Þess vegna settum við það sem kröfu í okkar verksamninga. Svo hjálpum við mönnum við að koma þessu í réttan farveg ef þörf er á,“ LNS verktakar fengu nýlega það verkefni að byggja nýtt sjúkrahótel við Landsspítalann sem fyrsta skóflustunga var tekin af í síðustu viku. „Við erum svosem ósköp litblindir á hvaðan menn koma. Starfsmenn okkar koma frá mörgum löndum. Bæði frá Íslandi og hinum stóra heimi. Þar verða líka undirverktakar, bæði íslenskir og kannski útlenskir líka,“ segir Ásgeir. LNS verktakar eru með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns og segir Ásgeir um helming starfsfólks í hvoru landi vera útlendinga. Það séu síðan fjölbreyttar ástæður fyrir því að leitað sé til undirverktaka um einstaka hluta þeirra verkefna sem fyrirtækið fáist við. Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Meira hefur borið á því á undanförnum mánuðum og misserum en áður að brotið sé á erlendu launafólki sem kemur hingað til lands vegna tímabundinna verkefna. Dæmi eru um fólk á launum sem eru langt undir gildandi kjarasamningum á Íslandi. Heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum á Íslandi á undanförnum misserum og samtímis fjölgar málum hjá Alþýðusambandi Íslands þar sem grunur leikur á að verið sé að snuða erlent launafólk. Dæmi eru um langan vinnutíma alla daga vikunnar og að launamenn séu verktakar á launum sem þegar upp er staðið eru langt undir kjarasamnngum á Íslandi.Eru ekki lög á Íslandi sem banna slíkt? „Jú. Meginreglan er sú að þessir starfsmenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, eiga að njóta kjara og annarra réttinda samkvæmt íslenskum kjarasamningum og lögum. Það er grundvallaratriði hjá okkur,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandins. Þetta fólk eigi einnig að njóta réttar til orlofs, veikindaleyfis, aðbúnaðar og svo framvegis. Gert sé ráð fyrir að vinnumarkaðurinn vaxi um fimm þúsund störf á næstu misserum. „Það eru ekki Íslendingar til að vinna þessi verk. Þannig að þá er eini kosturinn að flytja inn erlent launafólk. Eins og við þekkjum er það gjarnan gert þannig að það er verið að gera tilraunir til að misnota þetta fólk með einhverjum hætti. Og sjá til þess að það njóti þá ekki þeirra réttinda og kjara sem því ber,“ segir Halldór. Dæmi séu um að útlendingar sem lendi í vinnuslysi séu svo illa tryggðir að þeir séu fluttir úr landi í stað þess að njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sumar kom upp mál við framkvæmdir á Þeistareykjum fyrir norðan vegna kjara starfsmanna hjá pólsku undirverktakafyrirtæki hjá LNS Sögu. Það mál leysist hins vegar farsællega milli fyrirtækjanna og verkalýðsfélaga á Húsavík. Ásgeir Loftsson framkvæmdastjóri LNS segir fyrirtæki í Evrópu hafa nokkra mánaða aðlögunartíma þegar farið sé á milli landa og það gildi jafnt fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum og erlend fyrirtæki hér. „Það er náttúrlega algert skilyrði fyrir okkur að menn uppfylli íslensk lög og reglur. Þess vegna settum við það sem kröfu í okkar verksamninga. Svo hjálpum við mönnum við að koma þessu í réttan farveg ef þörf er á,“ LNS verktakar fengu nýlega það verkefni að byggja nýtt sjúkrahótel við Landsspítalann sem fyrsta skóflustunga var tekin af í síðustu viku. „Við erum svosem ósköp litblindir á hvaðan menn koma. Starfsmenn okkar koma frá mörgum löndum. Bæði frá Íslandi og hinum stóra heimi. Þar verða líka undirverktakar, bæði íslenskir og kannski útlenskir líka,“ segir Ásgeir. LNS verktakar eru með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns og segir Ásgeir um helming starfsfólks í hvoru landi vera útlendinga. Það séu síðan fjölbreyttar ástæður fyrir því að leitað sé til undirverktaka um einstaka hluta þeirra verkefna sem fyrirtækið fáist við.
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira