Innlent

Vöxtur Skaftárhlaupsins óvenjulega hraður

Atli Ísleifsson skrifar
Vísindamenn fylgjast grennt með framvindu hlaupsins.
Vísindamenn fylgjast grennt með framvindu hlaupsins. Mynd/Víðir Reynisson

Skaftárhlaupið náði að Skaftárdal rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að rennsli við Sveinstind sé nú rúmir þúsund rúmmetrar á sekúndu og fari hratt vaxandi.

Vísindamenn fylgjast grennt með framvindu hlaupsins og sjá strax sitthvað óvenjulegt, að sögn Snorra Zóphóníassonar hjá Vatnamælingum Veðurstofunnar.

„Þegar það fer að vaxa þá vex það álíka hratt og nokkur önnur stærstu [hlaupin]. Það slær ekkert af. Það er komið yfir þúsund rúmmetra núna strax frá klukkan fjögur í nótt,“ segir Snorri.

Vöxurinn sé því óvenjulega hraður og bendir Snorri á að hlaupin hafi verið stærri eftir því sem vöxturinn var meiri.

Rennsli úr eystri Skaftárkatli í Vatnajökli hefur aukist hratt í nótt og búast vísindamenn við að flóðs fer að gæta í byggð í Skaftárdal undir hádegi.

Almannavarnir komu saman til fundar klukkan hálf tólf til að meta ástandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×