WikiLeaks gegn misbeitingu VISA Kristinn Hrafnsson skrifar 21. júní 2012 06:00 Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim. Þetta var í fyrsta sinn sem kortafyrirtækin reiddu til höggs með þessum hætti og gerðust dómarar og böðlar gegn samtökum sem hafa hvergi í heiminum verið lögsótt, þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli. Þetta er í fyrsta sinn sem samtök sem berjast fyrir gagnsæi og heilbrigðu lýðræði með birtingu upplýsinga á grundvelli grunngilda blaðamennskunnar verða fyrir barðinu á ægivaldi þessara fjármálastofnana. Engum getur dulist að pólitískur þrýstingur býr að baki og með þessum aðgerðum sjáum við tilraun til einkavæðingar ritskoðunar. Málið hefur víðtæka tilvísun og hefur gerræðið enda sætt gagnrýni Amnesty International, það sama hefur talsmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum gert sem og utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópuráðsins. Ef þessu er ekki hrundið hefur skapast fordæmi og þá er endirinn ekki ljós. Munu kortafyrirtækin straffa Amnesty eða Greenpeace? Munu þau ákveða að loka á einstaka fjölmiðla sem selja innihald sitt á netinu? Undirliggjandi er einnig sú alvarlega spurning hvort kortafyrirtækin geti tekið sér það vald að hindra hvern og einn einstakling í að styðja málstað með fjárframlagi. Í heimi alvalds plastkortanna er þetta aðför að tjáningarfrelsinu. VISA telur í lagi að þú styðjir Ku Klux Klan eða hægri öfgasamtök sem Andreas Breivik var í nánu samstarfi við. Þú getur notað kortið þitt til að kaupa riffil sömu gerðar og hann notaði í sínu viðurstyggilega ódæðisverki í Útey. VISA er heldur ekki að amast við því að kortin þeirra séu notuð til klámkaupa á netinu. VISA hefur hins vegar ákveðið að þú megir ekki nota kortið þitt til að styðja við bakið á WikiLeaks. Samtökin hafa undirbúið málssóknir gegn þessari aðför víða um heim auk þess sem á næstu vikum er að vænta niðurstöðu í kvörtun til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins en VISA og MasterCard hafa sameiginlega yfir 95% markaðshlutdeild í Evrópu. Fyrsta dómsmálið sem fer í málflutning verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar er samstarfsaðili WikiLeaks á Íslandi, fyrirtækið DataCell að stefna Valitor. DataCell er gagnahýsingar- og þjónustufyrirtæki sem sá um að taka á móti stuðningsframlögum fyrir WikiLeaks. Félagið gerði samning við Valitor í fyrra og í kjölfarið var greiðslugáttin opnuð í nokkrar klukkustundir áður en henni var skellt aftur án nokkurra fullnægjandi skýringa. Í dómssal er lögð fram sú einfalda krafa að Valitor standi við gerða samninga. Undirliggjandi er þó grundvallarspurning um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Niðurstaðan verður bautasteinn í baráttunni fyrir þá sem telja ótækt að örfá fjármálafyrirtæki, með VISA í broddi fylkingar, taki sér það ofurvald að ráða örlögum fyrirtækja eða félagasamtaka sem reiða sig á styrktarframlög. Ég ber þá von í brjósti að geta vísað til dómsniðurstöðu í minni heimabyggð þar sem réttlætið nái fram að ganga. Það yrði við hæfi að slík skilaboð kæmu frá landi sem hefur séð framan í skefjalausa misbeitingu valds af hálfu fjármálastofnana. Víða um heim verður horft til Hérðasdóms Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er nánast útilokað á tímum nútímaviðskipta að komast af án greiðslukorta. Það er metið að þriðjungur allra viðskipta í heiminum sé nú gerður upp rafrænt, hlutfallið vex dag frá degi en bandaríska fyrirtækið VISA hefur ráðandi markaðsstöðu. Lengst af hafa kortafyrirtækin látið að því liggja að þau séu hlutlaus milliliður viðskipta en í desember 2010 felldu þau grímuna og settu WikiLeaks í viðskiptabann. Þetta voru samstilltar aðgerðir VISA, MasterCard, Bank of America, Western Union og PayPal. Með þessari aðgerð þurrkaðist nánast upp tekjulind WikiLeaks sem hafði alfarið verið rekið með frjálsum framlögum hundruð þúsunda einstaklinga um allan heim. Þetta var í fyrsta sinn sem kortafyrirtækin reiddu til höggs með þessum hætti og gerðust dómarar og böðlar gegn samtökum sem hafa hvergi í heiminum verið lögsótt, þrátt fyrir digurbarkaleg ummæli. Þetta er í fyrsta sinn sem samtök sem berjast fyrir gagnsæi og heilbrigðu lýðræði með birtingu upplýsinga á grundvelli grunngilda blaðamennskunnar verða fyrir barðinu á ægivaldi þessara fjármálastofnana. Engum getur dulist að pólitískur þrýstingur býr að baki og með þessum aðgerðum sjáum við tilraun til einkavæðingar ritskoðunar. Málið hefur víðtæka tilvísun og hefur gerræðið enda sætt gagnrýni Amnesty International, það sama hefur talsmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum gert sem og utanríkisráðherrar aðildarríkja Evrópuráðsins. Ef þessu er ekki hrundið hefur skapast fordæmi og þá er endirinn ekki ljós. Munu kortafyrirtækin straffa Amnesty eða Greenpeace? Munu þau ákveða að loka á einstaka fjölmiðla sem selja innihald sitt á netinu? Undirliggjandi er einnig sú alvarlega spurning hvort kortafyrirtækin geti tekið sér það vald að hindra hvern og einn einstakling í að styðja málstað með fjárframlagi. Í heimi alvalds plastkortanna er þetta aðför að tjáningarfrelsinu. VISA telur í lagi að þú styðjir Ku Klux Klan eða hægri öfgasamtök sem Andreas Breivik var í nánu samstarfi við. Þú getur notað kortið þitt til að kaupa riffil sömu gerðar og hann notaði í sínu viðurstyggilega ódæðisverki í Útey. VISA er heldur ekki að amast við því að kortin þeirra séu notuð til klámkaupa á netinu. VISA hefur hins vegar ákveðið að þú megir ekki nota kortið þitt til að styðja við bakið á WikiLeaks. Samtökin hafa undirbúið málssóknir gegn þessari aðför víða um heim auk þess sem á næstu vikum er að vænta niðurstöðu í kvörtun til Samkeppnisstofnunar Evrópusambandsins en VISA og MasterCard hafa sameiginlega yfir 95% markaðshlutdeild í Evrópu. Fyrsta dómsmálið sem fer í málflutning verður flutt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar er samstarfsaðili WikiLeaks á Íslandi, fyrirtækið DataCell að stefna Valitor. DataCell er gagnahýsingar- og þjónustufyrirtæki sem sá um að taka á móti stuðningsframlögum fyrir WikiLeaks. Félagið gerði samning við Valitor í fyrra og í kjölfarið var greiðslugáttin opnuð í nokkrar klukkustundir áður en henni var skellt aftur án nokkurra fullnægjandi skýringa. Í dómssal er lögð fram sú einfalda krafa að Valitor standi við gerða samninga. Undirliggjandi er þó grundvallarspurning um mannréttindi og tjáningarfrelsi. Niðurstaðan verður bautasteinn í baráttunni fyrir þá sem telja ótækt að örfá fjármálafyrirtæki, með VISA í broddi fylkingar, taki sér það ofurvald að ráða örlögum fyrirtækja eða félagasamtaka sem reiða sig á styrktarframlög. Ég ber þá von í brjósti að geta vísað til dómsniðurstöðu í minni heimabyggð þar sem réttlætið nái fram að ganga. Það yrði við hæfi að slík skilaboð kæmu frá landi sem hefur séð framan í skefjalausa misbeitingu valds af hálfu fjármálastofnana. Víða um heim verður horft til Hérðasdóms Reykjavíkur.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar