Wikileaks kærir piltinn sem var yfirheyrður af FBI fyrir fjárdrátt Karen Kjartansdóttir skrifar 6. febrúar 2013 18:40 Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. Ungi maðurinn sem um ræðir er fæddur 1992 og verður því 21 árs í ár. Hann kynntist Julian Assange árið 2010 og sóttist í að veita Wikileaks liðsinni og gerðist sjálfboðaliði. Hann hefur látið að því liggja að hann hafi haft veigamiklastöðu innan samtakanna og verið náinn samstarfsmaður Assange. Fullyrt var fyrir skömmu að hann hefði verið yfir starfsmannamálum hjá fyrirtækinu en meðfylgjandi myndir af piltinum og Assange styðja þá frásögn. Talsmaður Wikileaks, segir piltinn hafa beðið um að fá myndir af sér með Julian eins og fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar samtakanna. „Þarna eru um að ræða ungan Íslending sem vann nokkur viðvik fyrir samtökin á nokkra mánaða tímabili frá 2011 og fram að hausti 2011 og kom meðal annars til Englands og hitti Julian Assange og fleiri sem tengdust samtökunum eins og reyndar var algegnt með sjálfboðaliða á þessum tíma," segir kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Kristinn segir helsta verkefni unga mannsins hafi verið að sinna fjáröflun fyrir samtökin sem meðal annars fólust í sölu á bolum. Síðar hafi komið í ljós að fjármunir vegna þessa skiluðu sér ekki á reikning Wikileaks. „Hann beitti síðan blekkingum og fölsunum til að láta féð renna inn á eigin persónulega reikning en ekki samtakanna. Vegna aðstæðna og beiðni frá samtökunum var honum gefinn kostur á að endurgreiða þetta fé á nokkurra mánaða tímabili. Þegar það skilaði sér ekki var málið kært til lögreglu, líklega í mars eða apríl í fyrra og þar er það statt," segir Kristinn. Grunur leikur á að hann hafi haft fimm til sex milljónir af samtökunum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem tengt er Wikileaks en manninum hefur enn ekki verið birt ákæra. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur ungi maðurinn oft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna fjárdráttar og þjófnaðar. „Staðan hans virðist vera ákaflega bagaleg og þessar blekkingar og svik, virðast jarða við að vera sprottin af alvarlegum veikindum," segir Kristinn um þennan unga mann. Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Tölvuhakkarinn ungi sem yfirheyrður var af FBI mönnum hér á landi hefur verið kærður fyrir fjársvik og þjófnaði og er meðal annars sakaður um að hafa svikið út tekjur af Wikileaks-bolum sem seldir voru í fjáröflunarskyni. Ungi maðurinn sem um ræðir er fæddur 1992 og verður því 21 árs í ár. Hann kynntist Julian Assange árið 2010 og sóttist í að veita Wikileaks liðsinni og gerðist sjálfboðaliði. Hann hefur látið að því liggja að hann hafi haft veigamiklastöðu innan samtakanna og verið náinn samstarfsmaður Assange. Fullyrt var fyrir skömmu að hann hefði verið yfir starfsmannamálum hjá fyrirtækinu en meðfylgjandi myndir af piltinum og Assange styðja þá frásögn. Talsmaður Wikileaks, segir piltinn hafa beðið um að fá myndir af sér með Julian eins og fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar samtakanna. „Þarna eru um að ræða ungan Íslending sem vann nokkur viðvik fyrir samtökin á nokkra mánaða tímabili frá 2011 og fram að hausti 2011 og kom meðal annars til Englands og hitti Julian Assange og fleiri sem tengdust samtökunum eins og reyndar var algegnt með sjálfboðaliða á þessum tíma," segir kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. Kristinn segir helsta verkefni unga mannsins hafi verið að sinna fjáröflun fyrir samtökin sem meðal annars fólust í sölu á bolum. Síðar hafi komið í ljós að fjármunir vegna þessa skiluðu sér ekki á reikning Wikileaks. „Hann beitti síðan blekkingum og fölsunum til að láta féð renna inn á eigin persónulega reikning en ekki samtakanna. Vegna aðstæðna og beiðni frá samtökunum var honum gefinn kostur á að endurgreiða þetta fé á nokkurra mánaða tímabili. Þegar það skilaði sér ekki var málið kært til lögreglu, líklega í mars eða apríl í fyrra og þar er það statt," segir Kristinn. Grunur leikur á að hann hafi haft fimm til sex milljónir af samtökunum. Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málsins sem tengt er Wikileaks en manninum hefur enn ekki verið birt ákæra. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur ungi maðurinn oft komið við sögu lögreglu meðal annars vegna fjárdráttar og þjófnaðar. „Staðan hans virðist vera ákaflega bagaleg og þessar blekkingar og svik, virðast jarða við að vera sprottin af alvarlegum veikindum," segir Kristinn um þennan unga mann.
Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira