Erlent

Windows skipt út fyrir PalmOs

Það var enginn annar en Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, sem kynnti frumgerð spjaldtölvunnar frá HP í janúar. Þá stóð til að hún byggði á stýrikerfi frá Microsoft. Fréttablaðið/AFP
Það var enginn annar en Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, sem kynnti frumgerð spjaldtölvunnar frá HP í janúar. Þá stóð til að hún byggði á stýrikerfi frá Microsoft. Fréttablaðið/AFP
Bandaríska tæknifyrir­tækið HP hefur hætt við að keyra nýja spjaldtölvu fyrirtækisins á stýrikerfinu Windows 7 frá Micro­soft. Þess í stað mun tölvan, sem fengið hefur vinnu­­­­heitið HP Hurricane, nýta WebOS-stýrikerfið, sem fylgdi með í kaupum HP á lófatölvufyrirtækinu Palm í lok apríl.

Netmiðillinn Mobiledia segir að tölva HP, sem væntanleg er á þriðja ársfjórðungi, hafi þótt of þung og ýmis önnur vandamál komið upp. Því hafi verið breytt um stefnu. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×