World Class opnar líkamsræktarstöð við Breiðholtslaug Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2015 15:59 Þrek mun byggja og reka líkamsræktaraðstöðuna, en Reykjavíkurborg byggir glerganginn meðfram íþróttahúsinu. Líkamsræktarstöð verður byggð við Breiðholtslaug og er stefnt að opnun í janúar á næsta ári. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, skrifuðu í dag undir samning um byggingu og rekstur stöðvarinnar. Dagur segist mjög glaður fyrir hönd Reykjavíkur og Breiðhyltinga sérstaklega. „Það verður gott fyrir hverfið að fá loksins líkamsræktarstöð en hún mun líka koma til með að styrkja Breiðholtslaug enn frekar.“ Í tilkynningu segir að líkamsræktarstöðin verði byggð sunnan sundlaugarinnar og gerður tengigangur meðfram íþróttahúsi til að samnýta afgreiðslu, búningsklefa og sturtur með sundlauginni. „Einnig fá gestir stöðvarinnar aðgang að laug og pottum. Deiliskipulag hefur verið samþykkt og heimilar það aukinn byggingarrétt að 1.700 fermetrum. Líkamsræktaraðstaðan verður hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljótlega og á líkamsræktaraðstaðan að verða tilbúin eins og áður segir í janúar 2016.“ Björn segist mjög stoltur og spenntur fyrir því að vinna að þessu verkefni með borginni. „Stutt er í opnun þannig að það er eins gott að láta hendur standa fram úr ermum en við ætlum að sjálfsögðu að standa við stóru orðin.” Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við nýbyggingu verði boðnar út samhliða útboði á þeim breytingum sem gera þarf á þjónustubyggingu Breiðholtslaugar. Þrek mun byggja og reka líkamsræktaraðstöðuna, en Reykjavíkurborg byggir glerganginn meðfram íþróttahúsinu. Þrek ehf. greiðir 75 milljónir króna fyrir byggingarréttinn, gatnagerðargjöld og afnot af bílastæðum. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Líkamsræktarstöð verður byggð við Breiðholtslaug og er stefnt að opnun í janúar á næsta ári. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, skrifuðu í dag undir samning um byggingu og rekstur stöðvarinnar. Dagur segist mjög glaður fyrir hönd Reykjavíkur og Breiðhyltinga sérstaklega. „Það verður gott fyrir hverfið að fá loksins líkamsræktarstöð en hún mun líka koma til með að styrkja Breiðholtslaug enn frekar.“ Í tilkynningu segir að líkamsræktarstöðin verði byggð sunnan sundlaugarinnar og gerður tengigangur meðfram íþróttahúsi til að samnýta afgreiðslu, búningsklefa og sturtur með sundlauginni. „Einnig fá gestir stöðvarinnar aðgang að laug og pottum. Deiliskipulag hefur verið samþykkt og heimilar það aukinn byggingarrétt að 1.700 fermetrum. Líkamsræktaraðstaðan verður hönnuð af Úti og Inni arkitektum og Ara Má Lúðvíkssyni arkitekt. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fljótlega og á líkamsræktaraðstaðan að verða tilbúin eins og áður segir í janúar 2016.“ Björn segist mjög stoltur og spenntur fyrir því að vinna að þessu verkefni með borginni. „Stutt er í opnun þannig að það er eins gott að láta hendur standa fram úr ermum en við ætlum að sjálfsögðu að standa við stóru orðin.” Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við nýbyggingu verði boðnar út samhliða útboði á þeim breytingum sem gera þarf á þjónustubyggingu Breiðholtslaugar. Þrek mun byggja og reka líkamsræktaraðstöðuna, en Reykjavíkurborg byggir glerganginn meðfram íþróttahúsinu. Þrek ehf. greiðir 75 milljónir króna fyrir byggingarréttinn, gatnagerðargjöld og afnot af bílastæðum.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira