WOW air kaupir Iceland Express 23. október 2012 16:07 Skúli Mogensen eigandi WOW air. Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Það er Skúli Mogensen sem rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. Í tilkynningu frá WOW air segir að ekki sé um sameiningu að ræða heldur taki WOW air aðeins yfir flugáætlun Iceland Express. Flogið verður framvegis undir merkjum fyrrnefnda félagsins. „Við erum virkilega ánægð með kaupin og bjóðum farþega Iceland Express hjartanlega velkomna um borð. Iceland Express hefur verið brautryðjandi lággjaldaflugfélaga á Íslandi og var stundvísasta flugfélagið á Íslandi síðastliðið sumar. Þessi kaup munu stórefla starfsemi WOW air og tyggja að við getum áfram boðið lægsta verðið og frábæra þjónustu. Við munum samstundis geta stóraukið tíðni okkar á flugferðum til London og Kaupmannahafnar og jafnframt tryggt aukið framboð og nýja áfangastaði næsta sumar," segir Skúli Mogensen. WOW air mun bjóða strax upp á aukna tíðni til London og Kaupmannhafnar ásamt flugferðum í vetur til Berlínar, Salzburgar yfir skíðatímabilið og Varsjár og Kaunas yfir jólin. Frá og með næsta vori verður WOW air með fjórar A320 Airbus vélar og mun bjóða upp á 400 þúsund sæti til og frá Íslandi. Sumaráætlun félagsins verður til fimmtán áfangastaða í Evrópu: London, Kaupmannahafnar, Parísar, Amsterdam, Barcelona, Mílano, Zurich, Stuttgart, Dusseldorf, Berlínar, Lyon, Alicante, Frankfurt, Vilníus og Varsjár. Samhliða fjölgun áfangastaða mun tíðni fluga á marga áfangastaði aukast. WOW air er í eigu Títans, eignarhaldsfélags Skúla Mogensen, en flugfélagið hóf flug til valinna áfangastaða í Evrópu í maí á þessu ári. Þá var Baldur Oddur Baldursson forstjóri flugfélagsins. Hann lét af starfi í lok ágúst og Skúli tók sjálfur við sem forstjóri. Tengdar fréttir Hluta af starfsfólkinu sagt upp Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW. 23. október 2012 16:51 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Það er Skúli Mogensen sem rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. Í tilkynningu frá WOW air segir að ekki sé um sameiningu að ræða heldur taki WOW air aðeins yfir flugáætlun Iceland Express. Flogið verður framvegis undir merkjum fyrrnefnda félagsins. „Við erum virkilega ánægð með kaupin og bjóðum farþega Iceland Express hjartanlega velkomna um borð. Iceland Express hefur verið brautryðjandi lággjaldaflugfélaga á Íslandi og var stundvísasta flugfélagið á Íslandi síðastliðið sumar. Þessi kaup munu stórefla starfsemi WOW air og tyggja að við getum áfram boðið lægsta verðið og frábæra þjónustu. Við munum samstundis geta stóraukið tíðni okkar á flugferðum til London og Kaupmannahafnar og jafnframt tryggt aukið framboð og nýja áfangastaði næsta sumar," segir Skúli Mogensen. WOW air mun bjóða strax upp á aukna tíðni til London og Kaupmannhafnar ásamt flugferðum í vetur til Berlínar, Salzburgar yfir skíðatímabilið og Varsjár og Kaunas yfir jólin. Frá og með næsta vori verður WOW air með fjórar A320 Airbus vélar og mun bjóða upp á 400 þúsund sæti til og frá Íslandi. Sumaráætlun félagsins verður til fimmtán áfangastaða í Evrópu: London, Kaupmannahafnar, Parísar, Amsterdam, Barcelona, Mílano, Zurich, Stuttgart, Dusseldorf, Berlínar, Lyon, Alicante, Frankfurt, Vilníus og Varsjár. Samhliða fjölgun áfangastaða mun tíðni fluga á marga áfangastaði aukast. WOW air er í eigu Títans, eignarhaldsfélags Skúla Mogensen, en flugfélagið hóf flug til valinna áfangastaða í Evrópu í maí á þessu ári. Þá var Baldur Oddur Baldursson forstjóri flugfélagsins. Hann lét af starfi í lok ágúst og Skúli tók sjálfur við sem forstjóri.
Tengdar fréttir Hluta af starfsfólkinu sagt upp Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW. 23. október 2012 16:51 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Hluta af starfsfólkinu sagt upp Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW. 23. október 2012 16:51