WOW air kaupir Iceland Express 23. október 2012 16:07 Skúli Mogensen eigandi WOW air. Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Það er Skúli Mogensen sem rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. Í tilkynningu frá WOW air segir að ekki sé um sameiningu að ræða heldur taki WOW air aðeins yfir flugáætlun Iceland Express. Flogið verður framvegis undir merkjum fyrrnefnda félagsins. „Við erum virkilega ánægð með kaupin og bjóðum farþega Iceland Express hjartanlega velkomna um borð. Iceland Express hefur verið brautryðjandi lággjaldaflugfélaga á Íslandi og var stundvísasta flugfélagið á Íslandi síðastliðið sumar. Þessi kaup munu stórefla starfsemi WOW air og tyggja að við getum áfram boðið lægsta verðið og frábæra þjónustu. Við munum samstundis geta stóraukið tíðni okkar á flugferðum til London og Kaupmannahafnar og jafnframt tryggt aukið framboð og nýja áfangastaði næsta sumar," segir Skúli Mogensen. WOW air mun bjóða strax upp á aukna tíðni til London og Kaupmannhafnar ásamt flugferðum í vetur til Berlínar, Salzburgar yfir skíðatímabilið og Varsjár og Kaunas yfir jólin. Frá og með næsta vori verður WOW air með fjórar A320 Airbus vélar og mun bjóða upp á 400 þúsund sæti til og frá Íslandi. Sumaráætlun félagsins verður til fimmtán áfangastaða í Evrópu: London, Kaupmannahafnar, Parísar, Amsterdam, Barcelona, Mílano, Zurich, Stuttgart, Dusseldorf, Berlínar, Lyon, Alicante, Frankfurt, Vilníus og Varsjár. Samhliða fjölgun áfangastaða mun tíðni fluga á marga áfangastaði aukast. WOW air er í eigu Títans, eignarhaldsfélags Skúla Mogensen, en flugfélagið hóf flug til valinna áfangastaða í Evrópu í maí á þessu ári. Þá var Baldur Oddur Baldursson forstjóri flugfélagsins. Hann lét af starfi í lok ágúst og Skúli tók sjálfur við sem forstjóri. Tengdar fréttir Hluta af starfsfólkinu sagt upp Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW. 23. október 2012 16:51 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Sjá meira
Flugfélagið WOW air hefur keypt rekstur Iceland Express. Frá þessu var greint á starfsmannafundi sem hófst klukkan fjögur. Það er Skúli Mogensen sem rekur WOW air. Flugfélagið hóf störf í vor. Í tilkynningu frá WOW air segir að ekki sé um sameiningu að ræða heldur taki WOW air aðeins yfir flugáætlun Iceland Express. Flogið verður framvegis undir merkjum fyrrnefnda félagsins. „Við erum virkilega ánægð með kaupin og bjóðum farþega Iceland Express hjartanlega velkomna um borð. Iceland Express hefur verið brautryðjandi lággjaldaflugfélaga á Íslandi og var stundvísasta flugfélagið á Íslandi síðastliðið sumar. Þessi kaup munu stórefla starfsemi WOW air og tyggja að við getum áfram boðið lægsta verðið og frábæra þjónustu. Við munum samstundis geta stóraukið tíðni okkar á flugferðum til London og Kaupmannahafnar og jafnframt tryggt aukið framboð og nýja áfangastaði næsta sumar," segir Skúli Mogensen. WOW air mun bjóða strax upp á aukna tíðni til London og Kaupmannhafnar ásamt flugferðum í vetur til Berlínar, Salzburgar yfir skíðatímabilið og Varsjár og Kaunas yfir jólin. Frá og með næsta vori verður WOW air með fjórar A320 Airbus vélar og mun bjóða upp á 400 þúsund sæti til og frá Íslandi. Sumaráætlun félagsins verður til fimmtán áfangastaða í Evrópu: London, Kaupmannahafnar, Parísar, Amsterdam, Barcelona, Mílano, Zurich, Stuttgart, Dusseldorf, Berlínar, Lyon, Alicante, Frankfurt, Vilníus og Varsjár. Samhliða fjölgun áfangastaða mun tíðni fluga á marga áfangastaði aukast. WOW air er í eigu Títans, eignarhaldsfélags Skúla Mogensen, en flugfélagið hóf flug til valinna áfangastaða í Evrópu í maí á þessu ári. Þá var Baldur Oddur Baldursson forstjóri flugfélagsins. Hann lét af starfi í lok ágúst og Skúli tók sjálfur við sem forstjóri.
Tengdar fréttir Hluta af starfsfólkinu sagt upp Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW. 23. október 2012 16:51 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Sjá meira
Hluta af starfsfólkinu sagt upp Pálmi Haraldsson, sem seldi í dag WOW air verðmætustu eignir Iceland Express, segir að óhjákvæmilegt verði að segja starsfólki upp þegar WOW air tekur starfsemina yfir. Hins vegar sé gert ráð fyrir að hluti starfsfólksins, og þar á meðal margir af lykilstarfsmönnum, muni fylgja verkefnum Iceland Express yfir til WOW. 23. október 2012 16:51