Yfir 80 prósent vilja að flugvöllurinn verði kyrr Hrund Þórsdóttir skrifar 7. apríl 2013 18:30 Yfir 80 prósent landsmanna vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr í Vatnsmýrinni, samkvæmt niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ekki er munur á afstöðu eftir búsetu, en í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001 vildi meirihluti Reykvíkinga flugvöllinn burt. Ef horft er á landið allt vilja 83% að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, 3% vilja nýtt flugvallarstæði á Hólmsheiði, 11% kjósa að færa starfsemina til Keflavíkur og 3% vilja ekkert af ofantöldu. Athygli vekur að ekki er munur á afstöðu höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni. Vatnsmýrin fær stuðning 83% borgarbúa, Hólmsheiði fær 3,5%, Keflavík 10% og 3,5% velja annað. Hjá landsbyggðinni fær Vatnsmýrin 84%, Hólmsheiðin 1%, Keflavík 13% og 2% vilja aðra kosti. Það er ljóst að kúvending hefur orðið á afstöðu fólks til þess hvar flugvöllurinn á að vera, en hverjar skyldu ástæðurnar vera? „Skýringin er algjörlega að mínu mati sú að nú stendur svo illa fyrir okkur efnahagslega að við höfum ekki efni á að ráðast í neinar stórar framkvæmdir," segir Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði. Þetta eigi jafnt við um sjúkrahús, flugvöll og önnur stór verkefni. Fólk vilji bíða eftir að þjóðin rétti úr kútnum. Hann segir koma nokkuð á óvart að ekki sé munur á afstöðu eftir búsetu. „En þar held ég að sé það sama, að ábyrgðartilfinningin gagnvart því að ráðast í einhverjar ófærur í fjárfestingum sé álíka rík á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi." Keflavík nýtur meiri vinsælda en Hólmsheiði. Ástæðurnar segir Trausti vera að innanlandsflug frá Keflavík myndi bæta aðgengi erlendra ferðamanna að landinu öllu og auðvelda Íslendingum á landsbyggðinni ferðalög utan og heim. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Yfir 80 prósent landsmanna vilja að Reykjavíkurflugvöllur verði kyrr í Vatnsmýrinni, samkvæmt niðurstöðum könnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Ekki er munur á afstöðu eftir búsetu, en í kosningum um framtíð flugvallarins árið 2001 vildi meirihluti Reykvíkinga flugvöllinn burt. Ef horft er á landið allt vilja 83% að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni, 3% vilja nýtt flugvallarstæði á Hólmsheiði, 11% kjósa að færa starfsemina til Keflavíkur og 3% vilja ekkert af ofantöldu. Athygli vekur að ekki er munur á afstöðu höfuðborgarbúa og þeirra sem búa á landsbyggðinni. Vatnsmýrin fær stuðning 83% borgarbúa, Hólmsheiði fær 3,5%, Keflavík 10% og 3,5% velja annað. Hjá landsbyggðinni fær Vatnsmýrin 84%, Hólmsheiðin 1%, Keflavík 13% og 2% vilja aðra kosti. Það er ljóst að kúvending hefur orðið á afstöðu fólks til þess hvar flugvöllurinn á að vera, en hverjar skyldu ástæðurnar vera? „Skýringin er algjörlega að mínu mati sú að nú stendur svo illa fyrir okkur efnahagslega að við höfum ekki efni á að ráðast í neinar stórar framkvæmdir," segir Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði. Þetta eigi jafnt við um sjúkrahús, flugvöll og önnur stór verkefni. Fólk vilji bíða eftir að þjóðin rétti úr kútnum. Hann segir koma nokkuð á óvart að ekki sé munur á afstöðu eftir búsetu. „En þar held ég að sé það sama, að ábyrgðartilfinningin gagnvart því að ráðast í einhverjar ófærur í fjárfestingum sé álíka rík á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi." Keflavík nýtur meiri vinsælda en Hólmsheiði. Ástæðurnar segir Trausti vera að innanlandsflug frá Keflavík myndi bæta aðgengi erlendra ferðamanna að landinu öllu og auðvelda Íslendingum á landsbyggðinni ferðalög utan og heim.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira