Yfir 90 þúsund látnir 30. desember 2004 00:01 Mikil skelfing hefur gripið um sig á Indlandi vegna viðvörunar yfirvalda í landinu um að önnur flóðbylgja kunni að ríða yfir fljótlega. Hamfaraflóðin í Suðaustur Asíu hafa kostað hátt í hundrað þúsund mannslíf, þar af rúmlega fimmtíu þúsund bara á Indónesíu. Indversk stjórnvöld vöruðu í morgun við nýjum flóðbylgjum á þeim svæðum landsins, sem verst urðu úti í flóðbylgjunum á annan í jólum, eftir jarðskjálfta við eyna Súmötru, sem mældist 9 á Richter. Lögreglubílar óku um með gjallarhorn og var fólk hvatt til að forða sér frá ströndinni. Sjónarvottar segja að skelfingu lostnir íbúar forði sér nú inn í land til öryggis. Fyrir stundu var greint frá því á bresku Sky-sjónvarpsstöðinni að 92 þúsund manns hefðu farist, þegar flóðbylgjurnar riðu yfir Indlandshaf, en óttast er að þessi tala eigi enn eftir að hækka til muna, og jafnvel tvöfaldast. Alþjóða Rauði krossinn telur að fórnarlömbin við Indlandshaf kunni að vera vel á annað hundrað þúsund. Tugmilljónir manna eiga um sárt að binda og leita í örvæntingu sinni að ástvinum sem saknað er eftir hörmungarnar. Matar og vatnsskortur hefur þegar gert vart við sig víða og farsóttir og hungursneyð ógna nú milljónum manna. Yfirvöld á Indónesíu hafa staðfest að minnst 52 þúsund manns hafi látið lífið í hamfaraflóðunum, en sú tala hækkar vafalítið á næstunni, þar sem enn hefur ekki tekist að fá nákvæmar upplýsingar um mannfall á mörgum einangruðum svæðum. Óttast er að minnst tvö hundruð þúsund manns sem störfuðu við ferðaþjónustu í Taílandi missi vinnu sína vegna hamfaraflóðanna í suðaustur Asíu. Þetta kemur fram í taílenska dagblaðinu The Nation í dag. Ferðaþjónusta hefur verið mikilvægur iðnaður í landinu um árabil og skilað þjóðarbúinu sem samsvarar um sjö hundruð milljörðum íslenskra króna í tekjur árlega. Eyjarnar Phúket, Krabi og Phang Nga hafa skilað langmestum hagnaði hingað til, en þær urðu allar illa úti í flóðunum. Ljóst er að afleiðingar hamfaraflóðanna í suðaustur Asíu eru skelfilegar þar sem milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt, en mörg sjávarþorp þurrkuðust út og fiskiskip og hafnir eyðilögðust þegar flóðbylgjur sópuðu þeim burt. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira
Mikil skelfing hefur gripið um sig á Indlandi vegna viðvörunar yfirvalda í landinu um að önnur flóðbylgja kunni að ríða yfir fljótlega. Hamfaraflóðin í Suðaustur Asíu hafa kostað hátt í hundrað þúsund mannslíf, þar af rúmlega fimmtíu þúsund bara á Indónesíu. Indversk stjórnvöld vöruðu í morgun við nýjum flóðbylgjum á þeim svæðum landsins, sem verst urðu úti í flóðbylgjunum á annan í jólum, eftir jarðskjálfta við eyna Súmötru, sem mældist 9 á Richter. Lögreglubílar óku um með gjallarhorn og var fólk hvatt til að forða sér frá ströndinni. Sjónarvottar segja að skelfingu lostnir íbúar forði sér nú inn í land til öryggis. Fyrir stundu var greint frá því á bresku Sky-sjónvarpsstöðinni að 92 þúsund manns hefðu farist, þegar flóðbylgjurnar riðu yfir Indlandshaf, en óttast er að þessi tala eigi enn eftir að hækka til muna, og jafnvel tvöfaldast. Alþjóða Rauði krossinn telur að fórnarlömbin við Indlandshaf kunni að vera vel á annað hundrað þúsund. Tugmilljónir manna eiga um sárt að binda og leita í örvæntingu sinni að ástvinum sem saknað er eftir hörmungarnar. Matar og vatnsskortur hefur þegar gert vart við sig víða og farsóttir og hungursneyð ógna nú milljónum manna. Yfirvöld á Indónesíu hafa staðfest að minnst 52 þúsund manns hafi látið lífið í hamfaraflóðunum, en sú tala hækkar vafalítið á næstunni, þar sem enn hefur ekki tekist að fá nákvæmar upplýsingar um mannfall á mörgum einangruðum svæðum. Óttast er að minnst tvö hundruð þúsund manns sem störfuðu við ferðaþjónustu í Taílandi missi vinnu sína vegna hamfaraflóðanna í suðaustur Asíu. Þetta kemur fram í taílenska dagblaðinu The Nation í dag. Ferðaþjónusta hefur verið mikilvægur iðnaður í landinu um árabil og skilað þjóðarbúinu sem samsvarar um sjö hundruð milljörðum íslenskra króna í tekjur árlega. Eyjarnar Phúket, Krabi og Phang Nga hafa skilað langmestum hagnaði hingað til, en þær urðu allar illa úti í flóðunum. Ljóst er að afleiðingar hamfaraflóðanna í suðaustur Asíu eru skelfilegar þar sem milljónir hafa misst lífsviðurværi sitt, en mörg sjávarþorp þurrkuðust út og fiskiskip og hafnir eyðilögðust þegar flóðbylgjur sópuðu þeim burt.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Sjá meira