Yfir hundrað flóttamenn urðu að láta fjármuni af hendi í Sviss Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. janúar 2016 07:00 Danska lögreglan fylgist með ferðum fólks yfir landamærin frá Þýskalandi, samkvæmt nýjum reglum um landamæraeftirlit vegna vaxandi straums flóttamanna inn í landið. Fréttablaðið/EPA Síðastliðið ár þurftu samtals 112 flóttamenn, sem komu til Sviss á árinu, að láta af hendi til stjórnvalda fjármuni samkvæmt lögum þar um. Lögin eru sambærileg því frumvarpi, sem nú er til umræðu á danska þinginu og virðist njóta þar meirihlutastuðnings. Í Sviss þurfa flóttamenn að láta af hendi fémæti, sem þeir eiga umfram þúsund Bandaríkjadali, en það samsvarar nærri 130 þúsund krónum. Á síðasta ári skilaði þetta samtals nærri 30 milljónum króna til ríkissjóðsins í Sviss, eða að meðaltali 250 þúsund krónum frá hverjum hinna 112 flóttamanna sem reyndust eiga fé umfram lágmarkið. Þetta er örlítið hlutfall af þeim nærri 30 þúsund flóttamönnum sem sóttu um hæli í Sviss á árinu 2015. Hinir hafa ekki haft í fórum sínum meira en 130 þúsund krónur. Danska frumvarpið snýst um að einstaklingar, sem hafa í fórum sínum verðmæti sem nema meira en 10 þúsund dönskum krónum, þurfi að láta umframverðmætin af hendi til ríkisins. Þessi fjárhæð samsvarar tæplega 200 þúsund íslenskum krónum. Danir segja þó að persónulegir munir sem hafa mikið tilfinningagildi, eins og til dæmis giftingarhringar, verði ekki teknir af fólki. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega gagnrýnt svissnesku lögin og hún hefur einnig gagnrýnt áform Dana um að grípa til sams konar aðgerða. Stjórnin í Sviss segir reglurnar hins vegar endurspegla vilja almennings. „Í svissneskum lögum stendur að flóttamenn, sem óska eftir hæli og eiga peninga, eigi að leggja sitt af mörkum til að hafa upp í kostnaðinn sem dvöl þeirra hér hefur í för með sér,“ hefur BBC eftir Leu Wertheimer, talsmanni svissnesku stjórnarinnar, og vísar í viðtal svissneska sjónvarpsins við hana. BBC vitnar einnig í sýrlenskan flóttamann, sem einnig var rætt við í svissneska sjónvarpinu. Hann segist hafa þurft að selja húsið sitt í Sýrlandi til að greiða fyrir ferðalagið til Evrópu, fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Allt sem hann átti afgangs var síðan tekið af honum við komuna til Sviss: „Þeir virðast hafa rétt á því að taka þetta af okkur. Þeir gáfu okkur kvittun,“ sagði hann, en sagðist jafnframt hafa fengið loforð um að peningunum yrði skilað síðar. Það hafi samt ekki gerst. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Síðastliðið ár þurftu samtals 112 flóttamenn, sem komu til Sviss á árinu, að láta af hendi til stjórnvalda fjármuni samkvæmt lögum þar um. Lögin eru sambærileg því frumvarpi, sem nú er til umræðu á danska þinginu og virðist njóta þar meirihlutastuðnings. Í Sviss þurfa flóttamenn að láta af hendi fémæti, sem þeir eiga umfram þúsund Bandaríkjadali, en það samsvarar nærri 130 þúsund krónum. Á síðasta ári skilaði þetta samtals nærri 30 milljónum króna til ríkissjóðsins í Sviss, eða að meðaltali 250 þúsund krónum frá hverjum hinna 112 flóttamanna sem reyndust eiga fé umfram lágmarkið. Þetta er örlítið hlutfall af þeim nærri 30 þúsund flóttamönnum sem sóttu um hæli í Sviss á árinu 2015. Hinir hafa ekki haft í fórum sínum meira en 130 þúsund krónur. Danska frumvarpið snýst um að einstaklingar, sem hafa í fórum sínum verðmæti sem nema meira en 10 þúsund dönskum krónum, þurfi að láta umframverðmætin af hendi til ríkisins. Þessi fjárhæð samsvarar tæplega 200 þúsund íslenskum krónum. Danir segja þó að persónulegir munir sem hafa mikið tilfinningagildi, eins og til dæmis giftingarhringar, verði ekki teknir af fólki. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur harðlega gagnrýnt svissnesku lögin og hún hefur einnig gagnrýnt áform Dana um að grípa til sams konar aðgerða. Stjórnin í Sviss segir reglurnar hins vegar endurspegla vilja almennings. „Í svissneskum lögum stendur að flóttamenn, sem óska eftir hæli og eiga peninga, eigi að leggja sitt af mörkum til að hafa upp í kostnaðinn sem dvöl þeirra hér hefur í för með sér,“ hefur BBC eftir Leu Wertheimer, talsmanni svissnesku stjórnarinnar, og vísar í viðtal svissneska sjónvarpsins við hana. BBC vitnar einnig í sýrlenskan flóttamann, sem einnig var rætt við í svissneska sjónvarpinu. Hann segist hafa þurft að selja húsið sitt í Sýrlandi til að greiða fyrir ferðalagið til Evrópu, fyrir sjálfan sig og fjölskyldu sína. Allt sem hann átti afgangs var síðan tekið af honum við komuna til Sviss: „Þeir virðast hafa rétt á því að taka þetta af okkur. Þeir gáfu okkur kvittun,“ sagði hann, en sagðist jafnframt hafa fengið loforð um að peningunum yrði skilað síðar. Það hafi samt ekki gerst.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent