Ferðaþjónustan óttast mótmæli vegna hvalveiða Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2013 07:39 Mótmælendur ætla að þrýsta á Hollendinga og vilja að þeir setji fótinn niður vegna hvalveiða Íslendinga. Vel yfir milljón undirskriftir hafa safnast á vefnum til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Þrýst á hollensk yfirvöld; að þau neiti að taka við hvalkjöti frá Íslendingum. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta áhyggjuefni.Blóðugi slátrarinn Í gær var Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, lýst sem blóðugum slátrara og margmilljarðamæringi í grein í Morning Star. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra Íslands, lýsti þessu sem öfgafullum skrifum og þau bæru vott um skilningsleysi á sjálfbærri nýtingu Íslendinga á auðlind sinni. En, víst er að greinarhöfundur á Morning Star er ekki einn á ferð. Gríðarleg mótmæli eru að skapast á netinu, nánar tiltekið á avaaz.org, en það er vefur aðgerðasinna sem stefna að því að þrýsta á stjórnvöld hvað varðar ákvarðanatöku, einkum í umhverfismálum. Þar er nú í gangi undirskriftarsöfnun og eru þegar komnar vel yfir milljón undirskriftir. Árni Gunnarsson telur að með hvalveiðum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta áhyggjuefni: "Við höfum áhyggjur af hvalveiðum svona í sjálfu sér, en auðvitað höfum við einnig áhyggjur ekki bara af því að verið sé að veiða sömu dýrin og við erum að skoða heldur er þetta ákveðið ímyndarmál - þetta hefur áhrif á ímynd landsins." Árni segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þess að hvalveiðar eru leyfðar: "Við teljum það vera tímaskekkju og koma illa við þann árangur sem við höfum verið að ná í að efla hvalaskoðun; við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni."Þrýst á hollensk stjórnvöld Með undirskrifasöfnuninni fylgir texti undir yfirskriftinni: Fáeinir dagar til stefnu, stoppum hvalaslátrunina. Þar er Langreyðin sögð risi töfrum líkastur risi hafsins í útrýmingarhættu. En, eftir nokkra daga verði 180 langreyðum slátrað af einum viðskiptajöfri sem hefur það sem áhugamál, ásamt félögum sínum, að skutla hvalinn, skera hann í spað og senda svo kjötið til Hollands og Japan þar sem það fari í hundafóður. Á avaaz.org er því lýst sem svo að aðeins ein leið sé fær til að stöðva drápin sem er sú að setja þrýstinga á hollensk yfirvöld, en þeim sé umhugað um að orðspor sitt sem umhverfissinnuð þjóð. Ef Hollendingar neiti að taka við kjötinu til að senda það áfram til Japan megi stöðva hvaladrápið. Bregðast verði hratt við og láta Mark Rutte vita, fólk í milljóna tali, að ætlunin sé að gera allt brjálað láti hann þetta viðgangast.Uppfært 11:40 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Vel yfir milljón undirskriftir hafa safnast á vefnum til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga. Þrýst á hollensk yfirvöld; að þau neiti að taka við hvalkjöti frá Íslendingum. Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þetta áhyggjuefni.Blóðugi slátrarinn Í gær var Kristjáni Loftssyni, forstjóra Hvals hf, lýst sem blóðugum slátrara og margmilljarðamæringi í grein í Morning Star. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra Íslands, lýsti þessu sem öfgafullum skrifum og þau bæru vott um skilningsleysi á sjálfbærri nýtingu Íslendinga á auðlind sinni. En, víst er að greinarhöfundur á Morning Star er ekki einn á ferð. Gríðarleg mótmæli eru að skapast á netinu, nánar tiltekið á avaaz.org, en það er vefur aðgerðasinna sem stefna að því að þrýsta á stjórnvöld hvað varðar ákvarðanatöku, einkum í umhverfismálum. Þar er nú í gangi undirskriftarsöfnun og eru þegar komnar vel yfir milljón undirskriftir. Árni Gunnarsson telur að með hvalveiðum sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir þetta áhyggjuefni: "Við höfum áhyggjur af hvalveiðum svona í sjálfu sér, en auðvitað höfum við einnig áhyggjur ekki bara af því að verið sé að veiða sömu dýrin og við erum að skoða heldur er þetta ákveðið ímyndarmál - þetta hefur áhrif á ímynd landsins." Árni segir að Samtök ferðaþjónustunnar hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna þess að hvalveiðar eru leyfðar: "Við teljum það vera tímaskekkju og koma illa við þann árangur sem við höfum verið að ná í að efla hvalaskoðun; við erum að fórna meiri hagsmunum fyrir minni."Þrýst á hollensk stjórnvöld Með undirskrifasöfnuninni fylgir texti undir yfirskriftinni: Fáeinir dagar til stefnu, stoppum hvalaslátrunina. Þar er Langreyðin sögð risi töfrum líkastur risi hafsins í útrýmingarhættu. En, eftir nokkra daga verði 180 langreyðum slátrað af einum viðskiptajöfri sem hefur það sem áhugamál, ásamt félögum sínum, að skutla hvalinn, skera hann í spað og senda svo kjötið til Hollands og Japan þar sem það fari í hundafóður. Á avaaz.org er því lýst sem svo að aðeins ein leið sé fær til að stöðva drápin sem er sú að setja þrýstinga á hollensk yfirvöld, en þeim sé umhugað um að orðspor sitt sem umhverfissinnuð þjóð. Ef Hollendingar neiti að taka við kjötinu til að senda það áfram til Japan megi stöðva hvaladrápið. Bregðast verði hratt við og láta Mark Rutte vita, fólk í milljóna tali, að ætlunin sé að gera allt brjálað láti hann þetta viðgangast.Uppfært 11:40
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira