Yfirburðasigur: Þristur er besta, íslenska nammið Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2014 10:45 Þetta eru tíu uppáhalds nammitegundir Íslendinga. Lífið á Vísi leitaði til tæplega fimmtíu álitsgjafa af báðum kynjum og úr öllum stéttum til að finna það íslenska nammi sem þykir best meðal landans. Það má með sanni segja að Þristur frá Kólus hafi unnið yfirburðasigur í þessari könnun Vísis. Það sem kemur mest á óvart í könnuninni er ef til vill að Siríus súkkulaði með hnetum og rúsínum lendir í öðru til þriðja sæti með fylltum lakkrísreimum. Nóa kropp kemst ekki á topp tíu listann en í fyrra var það valið uppáhaldsnammi Íslendinga af álitsgjöfum Sunnudagsmoggans.1. sætiÞristur „Lengi vel hefur Þristur verið uppáhalds íslenska nammið mitt. Hin heilaga þrenning; súkkulaði, nokkurskonar karamella og svo síðast en alls ekki síst lakkrís. Þristur er mjúkur en samt þannig að maður fær smá nautn út úr því að tyggja hann eins og góða karamellu en þó án þess að eiga hættu á himinháum tannlæknareikning eftirá.“ „Þristur er mjög góður því það er ekkert í líkingu við hann. Þetta súkkulaði- og karamellu bragð er mjög sérstakt.“ „Þristur er besta íslenska nammið. Lakkrís er í miklu uppáhaldi hjá mér og hann má finna í Þristi en hann býður líka upp á svo margt annað. Mjúka fyllinguna sem er best nýkomin úr verksmiðjunni og svo auðvitað súkkulaði. Þristur er bestur í minnstu stærðinni sem er nota bene einn af fjölmörgum kostum. Þú færð þér bara fleiri ef þig langar í meira. Nammi sem á alltaf við, allir eru til í og þú tekur með þér til Íslendinga í útlöndum.“ „Fullkomin blanda af lakkrís, súkkulaði og "þessu mjúka í þristinum.“" „Það er eitthvað við þessa blöndu (lakkrís, karamella og súkkulaði) sem gleður bragðlaukana mína útí hið óendanlega. Þetta er líka eina nammið sem gerir kaffi virkilega gott. Það segir manni bara hversu rosalega gott þetta nammi er.“ „Það sem gerir þrist að uppáhalds namminu mínu er þessi fullkomna blanda af súkkulaði vs. lakkrís, það er hreinn unaður að taka stóran bita og láta þristinn bráðna upp í sér!“ „Það er bara eitthvað við það að renna upp í Kólus og dingla bjöllunni baka til og fá ylvolgan þrist. Súkkulaði og lakkrís er blanda sem er ómótstæðileg. Þristurinn bráðnar gjörsamlega upp í manni. Svo skemmir ekki fyrir að eigandinn sjálfir afgreiðir mann sem gerir þristinn enn persónulegri og betri. Besta nammi fyrr og síðar hér á landi.“ „Elska súkkulaði og lakkrísin er punkturinn yfir i-ið inní súkkulaðinu.“ „Fullkomin blanda af súkkulaði og mjúkum lakkrís.“2.-3. sætiSiríus súkkulaði með hnetum og rúsínum „Nóa og siríus súkkulaði með hnetum og rúsínum er hættulega gott og maður getur ekki bara fengið sér 2-3 bita heldur verð ég yfirleitt að klára alla helvítis plötuna! Samblanda af gæðasúkkulaði, hnetum og rúsínum er hin fullkomna blanda að mínu mati.“ „Það er svo mátuleg blanda af ávöxtum og súkkulaði.“ „Klassískt og svíkur mann aldrei.“ „Síríus súkkulaði með hnetum og rúsínum af því það hríslast um mig gleðin þegar það bráðnar uppí mér.“2.-3. sætiFylltar lakkrísreimar „Annað nammi kemst ekki nálægt þessari dýrð í öllu sem heitir hlutföll (lakkrís vs marsípan), stærð (fullkominn skammtur í einum poka) og lögun (þetta er fallegt nammi). Annað nammi er rusl við hliðina á fylltu reimunum mínum. Ég hef gengið út úr boðum og veislum ef ég hef slysast til að fá mér lakkrísreim sem var ekki fyllt.“ „Bragðgott án þess að vera allof sætt og passlegt magn í pokanum.“ „Marsipan eitt og sér er ekkert sérstaklega spennandi en þegar búið er að troða því inn í gómsætar lakkrísreimar í metratali þá verður útkoman óaðfinnanleg. Ómissandi að fá sér einn poka í bíó.“4.-5. sætiSterkar djúpur „Þær eru eiginlega tvö nammi í einu. Fyrst er þetta eins og sterkt brjóstsykursgúmmelaði, síðan bráðnar það utan af og þá er ljúffeng súkkulaði lakkríssprengja innan í. Namm!“ „Þessi blanda af sterku, lakkrís og smá súkkulaði er deadly.“ „Allt sem er gott í einu: lakkrís, súkkulaði og sterkt.“4.-5. sætiDraumur „Draumur hefur hina fullkomnu blöndu af súkkulaði og lakkrís.“ „Íslenski draumurinn - Fjölli Þorgeirs fær samkeppni þarna. Bilað fersk samsetning í súkkulaði og lakkrís - sem reyndar er búið að setja í allt íslenskt súkkulaði í dag og útlendingar skilja alls alls ekki. En Freyjan er ekkert að flækja þetta, þ.e. lakkrísinn er ekkert jukk sem búið er að blanda við súkkulaðið heldur eru rörin tvö alveg gegnheil þarna inní. Færð svo mikla snilld út úr hverjum bita og ekki sakar að geta fengið Drauminn í hefðbundinni útgáfu ef maður er léttur á því og síðan í risastærð ef maður er drulluferskur. Íslenski Draumurinn FTW!“ „Það er ekkert íslenskara en að blanda saman súkkulaði og lakkrís í sælgæti. Það er gert listilega vel í Draumnum. Ef það væri bara til eitt nammi á landinu þá fengi Draumur mitt atkvæði sem ríkisnammið.“6.-9. sætiAppolo lakkrískonfekt „Það er alltaf viss nostalgía fylgjandi því að fá sér Appolo lakkrís. Maður fór í ófá skipti þegar maður var lítill í Appolo lakkrísgerðina að kaupa kílópoka af lakkrísafgöngum brakandi ferskum af færibandinu frá gömlu konunni í glugganum sem afgreiddi mann alltaf þarna.“ „Appolo lakkrískonfektið frá Góu er án efa besta íslenska sælgætið. Mjúkt undir tönn og fullkomin blanda af söltu og sætu. Þó best í formi afganga, beint úr verksmiðjunni. Birgðir af slíku endast aldrei lengur en dagpart á mínu heimili.“6.—9. sætiStjörnurúllur „Sérstaklega ferskar og mjúkar eins og maður fær í bíó. Þær eru í hæfilegri skammtastærð, mjólkurlausar, sætar og saltar samtímis, hvað gæti verið betra? Nei ég bara spyr.“ „Þar sem ég bý erlendis, þá fær maður ekki almennilegan lakkrís. Svo þegar heim er komið, þá er þessi fullkomna blanda af góðum lakkrís og marsípani algjör nauðsyn - stjörnurúllan er engu lík!“6.-9. sætiKúlusúkk „Það er bara þessi blanda: lakkrís og súkkulaði! Það leikur ekkert jafn mikið við bragðlaukana. Kúlusúkk ætti að stela slagorði Pringles: Einu sinni smakkað þú getur ekki hætt!" „Fullkomin blanda af súkkulaði og lakkrís!! Bilað partý fyrir bragðlaukana.“6.-9. sætiOmnom súkkulaði „Þetta með saltinu og lakkrísnum. Það er besta súkkulaði sem ég hef smakkað!!! Hrein sturlun. Annars er allt annað rusl.“ „Ef ég ætla að gera virkilega vel við mig þá fæ ég mér Omnom súkkulaði, allar tegundirnar frá þeim er algjört lostæti.“10. sætiHraun „Af því það er svo braaaakandi gott.“ „Hraun bara klikkar aldrei. Það er í ódýrari kantinum og stendur alltaf fyrir sínu. Ekki er verra að vefja glænýjum lakkrís utan um það og háma í sig. Virkar með öllum drykkjum, í öllum veðrum og sama í hvaða skapi maður er í.“Þetta nammi komst ekki inn á topp tíu listann:Rís, Nóa kropp, Tromp, Hraunbitar, Bananabitar, Freyju Rís, Blár Ópal, Þristakúlur, Froskar, Konfekt frá Nóa og Siríus, Brak, Djúpur, Hitt, Suðusúkkulaði, Kúlur frá Góu, Sollusúkkulaði, Beikonbugður, Siríus súkkulaði með hnetum, Stjörnusnakk.Álitsgjafar:Erlingur Jack Guðmundsson, framleiðandi, Eva Dögg Jóhannesdóttir, líffræðingur, Þórunn Högna, ritstjóri Home magazine, Sigurjóna Björgvinsdóttir, kennari, Sunna Ben, fjöllistakona, Anna Hafþórsdóttir, leikkona, Kristín Ýr Gunnarsdóttir, blaðakona, Sigga Eyrún, leik- og söngkona, Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, Maria Jimenez Pacifico, fyrirsæta, Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur, Brynja Björk Garðarsdóttir, athafnakona, Lára Björg Björnsdóttir, rithöfundur, Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpsstjarna, Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur, Íris Dögg Pétursdóttir, þúsundþjalasmiður, Jón Orri Kristjánsson, forritari, Eva Karen Axelsdóttir, heilsugúrú, Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, Jóel Sæmundsson, leikari, Ingvar Örn Ákason, handboltaspekúlant og skemmtikraftur, Gísli Már Gíslason, hagfræðingur, Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður, Gummi Haff, sundþjálfari, Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, Ragnheiður Gröndal, söngkona, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögfræðingur, Margrét Erla Maack, sirkusdýr og búðarkona, Andri Birgisson, lífskúnster, Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur, Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, Eiríkur Már Rúnarsson, fangavörður, Eggert Eyjólfsson, læknir, Óli Þór Júlíusson íþróttakennari, Bjarni Þór Pétursson, súkkulaðiráðgjafi, Andrea Ösp Karlsdóttir, leikkona, Ólafur Jónas Sigurðsson, kennari og sérfræðingur í sósum, Daði Guðmundsson, knattspyrnumaður, Gunnar Jarl Jónsson, knattspyrnudómari, Friðgeir Bergsteinsson, athafnamaður og KR-ingur, Rakel Dögg Bragadóttir, handboltakempa, Dóra María Lárusdóttir, forritari og Brasilíufari. Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Lífið á Vísi leitaði til tæplega fimmtíu álitsgjafa af báðum kynjum og úr öllum stéttum til að finna það íslenska nammi sem þykir best meðal landans. Það má með sanni segja að Þristur frá Kólus hafi unnið yfirburðasigur í þessari könnun Vísis. Það sem kemur mest á óvart í könnuninni er ef til vill að Siríus súkkulaði með hnetum og rúsínum lendir í öðru til þriðja sæti með fylltum lakkrísreimum. Nóa kropp kemst ekki á topp tíu listann en í fyrra var það valið uppáhaldsnammi Íslendinga af álitsgjöfum Sunnudagsmoggans.1. sætiÞristur „Lengi vel hefur Þristur verið uppáhalds íslenska nammið mitt. Hin heilaga þrenning; súkkulaði, nokkurskonar karamella og svo síðast en alls ekki síst lakkrís. Þristur er mjúkur en samt þannig að maður fær smá nautn út úr því að tyggja hann eins og góða karamellu en þó án þess að eiga hættu á himinháum tannlæknareikning eftirá.“ „Þristur er mjög góður því það er ekkert í líkingu við hann. Þetta súkkulaði- og karamellu bragð er mjög sérstakt.“ „Þristur er besta íslenska nammið. Lakkrís er í miklu uppáhaldi hjá mér og hann má finna í Þristi en hann býður líka upp á svo margt annað. Mjúka fyllinguna sem er best nýkomin úr verksmiðjunni og svo auðvitað súkkulaði. Þristur er bestur í minnstu stærðinni sem er nota bene einn af fjölmörgum kostum. Þú færð þér bara fleiri ef þig langar í meira. Nammi sem á alltaf við, allir eru til í og þú tekur með þér til Íslendinga í útlöndum.“ „Fullkomin blanda af lakkrís, súkkulaði og "þessu mjúka í þristinum.“" „Það er eitthvað við þessa blöndu (lakkrís, karamella og súkkulaði) sem gleður bragðlaukana mína útí hið óendanlega. Þetta er líka eina nammið sem gerir kaffi virkilega gott. Það segir manni bara hversu rosalega gott þetta nammi er.“ „Það sem gerir þrist að uppáhalds namminu mínu er þessi fullkomna blanda af súkkulaði vs. lakkrís, það er hreinn unaður að taka stóran bita og láta þristinn bráðna upp í sér!“ „Það er bara eitthvað við það að renna upp í Kólus og dingla bjöllunni baka til og fá ylvolgan þrist. Súkkulaði og lakkrís er blanda sem er ómótstæðileg. Þristurinn bráðnar gjörsamlega upp í manni. Svo skemmir ekki fyrir að eigandinn sjálfir afgreiðir mann sem gerir þristinn enn persónulegri og betri. Besta nammi fyrr og síðar hér á landi.“ „Elska súkkulaði og lakkrísin er punkturinn yfir i-ið inní súkkulaðinu.“ „Fullkomin blanda af súkkulaði og mjúkum lakkrís.“2.-3. sætiSiríus súkkulaði með hnetum og rúsínum „Nóa og siríus súkkulaði með hnetum og rúsínum er hættulega gott og maður getur ekki bara fengið sér 2-3 bita heldur verð ég yfirleitt að klára alla helvítis plötuna! Samblanda af gæðasúkkulaði, hnetum og rúsínum er hin fullkomna blanda að mínu mati.“ „Það er svo mátuleg blanda af ávöxtum og súkkulaði.“ „Klassískt og svíkur mann aldrei.“ „Síríus súkkulaði með hnetum og rúsínum af því það hríslast um mig gleðin þegar það bráðnar uppí mér.“2.-3. sætiFylltar lakkrísreimar „Annað nammi kemst ekki nálægt þessari dýrð í öllu sem heitir hlutföll (lakkrís vs marsípan), stærð (fullkominn skammtur í einum poka) og lögun (þetta er fallegt nammi). Annað nammi er rusl við hliðina á fylltu reimunum mínum. Ég hef gengið út úr boðum og veislum ef ég hef slysast til að fá mér lakkrísreim sem var ekki fyllt.“ „Bragðgott án þess að vera allof sætt og passlegt magn í pokanum.“ „Marsipan eitt og sér er ekkert sérstaklega spennandi en þegar búið er að troða því inn í gómsætar lakkrísreimar í metratali þá verður útkoman óaðfinnanleg. Ómissandi að fá sér einn poka í bíó.“4.-5. sætiSterkar djúpur „Þær eru eiginlega tvö nammi í einu. Fyrst er þetta eins og sterkt brjóstsykursgúmmelaði, síðan bráðnar það utan af og þá er ljúffeng súkkulaði lakkríssprengja innan í. Namm!“ „Þessi blanda af sterku, lakkrís og smá súkkulaði er deadly.“ „Allt sem er gott í einu: lakkrís, súkkulaði og sterkt.“4.-5. sætiDraumur „Draumur hefur hina fullkomnu blöndu af súkkulaði og lakkrís.“ „Íslenski draumurinn - Fjölli Þorgeirs fær samkeppni þarna. Bilað fersk samsetning í súkkulaði og lakkrís - sem reyndar er búið að setja í allt íslenskt súkkulaði í dag og útlendingar skilja alls alls ekki. En Freyjan er ekkert að flækja þetta, þ.e. lakkrísinn er ekkert jukk sem búið er að blanda við súkkulaðið heldur eru rörin tvö alveg gegnheil þarna inní. Færð svo mikla snilld út úr hverjum bita og ekki sakar að geta fengið Drauminn í hefðbundinni útgáfu ef maður er léttur á því og síðan í risastærð ef maður er drulluferskur. Íslenski Draumurinn FTW!“ „Það er ekkert íslenskara en að blanda saman súkkulaði og lakkrís í sælgæti. Það er gert listilega vel í Draumnum. Ef það væri bara til eitt nammi á landinu þá fengi Draumur mitt atkvæði sem ríkisnammið.“6.-9. sætiAppolo lakkrískonfekt „Það er alltaf viss nostalgía fylgjandi því að fá sér Appolo lakkrís. Maður fór í ófá skipti þegar maður var lítill í Appolo lakkrísgerðina að kaupa kílópoka af lakkrísafgöngum brakandi ferskum af færibandinu frá gömlu konunni í glugganum sem afgreiddi mann alltaf þarna.“ „Appolo lakkrískonfektið frá Góu er án efa besta íslenska sælgætið. Mjúkt undir tönn og fullkomin blanda af söltu og sætu. Þó best í formi afganga, beint úr verksmiðjunni. Birgðir af slíku endast aldrei lengur en dagpart á mínu heimili.“6.—9. sætiStjörnurúllur „Sérstaklega ferskar og mjúkar eins og maður fær í bíó. Þær eru í hæfilegri skammtastærð, mjólkurlausar, sætar og saltar samtímis, hvað gæti verið betra? Nei ég bara spyr.“ „Þar sem ég bý erlendis, þá fær maður ekki almennilegan lakkrís. Svo þegar heim er komið, þá er þessi fullkomna blanda af góðum lakkrís og marsípani algjör nauðsyn - stjörnurúllan er engu lík!“6.-9. sætiKúlusúkk „Það er bara þessi blanda: lakkrís og súkkulaði! Það leikur ekkert jafn mikið við bragðlaukana. Kúlusúkk ætti að stela slagorði Pringles: Einu sinni smakkað þú getur ekki hætt!" „Fullkomin blanda af súkkulaði og lakkrís!! Bilað partý fyrir bragðlaukana.“6.-9. sætiOmnom súkkulaði „Þetta með saltinu og lakkrísnum. Það er besta súkkulaði sem ég hef smakkað!!! Hrein sturlun. Annars er allt annað rusl.“ „Ef ég ætla að gera virkilega vel við mig þá fæ ég mér Omnom súkkulaði, allar tegundirnar frá þeim er algjört lostæti.“10. sætiHraun „Af því það er svo braaaakandi gott.“ „Hraun bara klikkar aldrei. Það er í ódýrari kantinum og stendur alltaf fyrir sínu. Ekki er verra að vefja glænýjum lakkrís utan um það og háma í sig. Virkar með öllum drykkjum, í öllum veðrum og sama í hvaða skapi maður er í.“Þetta nammi komst ekki inn á topp tíu listann:Rís, Nóa kropp, Tromp, Hraunbitar, Bananabitar, Freyju Rís, Blár Ópal, Þristakúlur, Froskar, Konfekt frá Nóa og Siríus, Brak, Djúpur, Hitt, Suðusúkkulaði, Kúlur frá Góu, Sollusúkkulaði, Beikonbugður, Siríus súkkulaði með hnetum, Stjörnusnakk.Álitsgjafar:Erlingur Jack Guðmundsson, framleiðandi, Eva Dögg Jóhannesdóttir, líffræðingur, Þórunn Högna, ritstjóri Home magazine, Sigurjóna Björgvinsdóttir, kennari, Sunna Ben, fjöllistakona, Anna Hafþórsdóttir, leikkona, Kristín Ýr Gunnarsdóttir, blaðakona, Sigga Eyrún, leik- og söngkona, Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, Maria Jimenez Pacifico, fyrirsæta, Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur, Brynja Björk Garðarsdóttir, athafnakona, Lára Björg Björnsdóttir, rithöfundur, Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpsstjarna, Tara Brekkan Pétursdóttir, förðunarfræðingur, Íris Dögg Pétursdóttir, þúsundþjalasmiður, Jón Orri Kristjánsson, forritari, Eva Karen Axelsdóttir, heilsugúrú, Þórunn Erna Clausen, leik- og söngkona, Jóel Sæmundsson, leikari, Ingvar Örn Ákason, handboltaspekúlant og skemmtikraftur, Gísli Már Gíslason, hagfræðingur, Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður, Gummi Haff, sundþjálfari, Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, Elvar Geir Magnússon, ritstjóri Fótbolta.net, Ragnheiður Gröndal, söngkona, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögfræðingur, Margrét Erla Maack, sirkusdýr og búðarkona, Andri Birgisson, lífskúnster, Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur, Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikkona, Eiríkur Már Rúnarsson, fangavörður, Eggert Eyjólfsson, læknir, Óli Þór Júlíusson íþróttakennari, Bjarni Þór Pétursson, súkkulaðiráðgjafi, Andrea Ösp Karlsdóttir, leikkona, Ólafur Jónas Sigurðsson, kennari og sérfræðingur í sósum, Daði Guðmundsson, knattspyrnumaður, Gunnar Jarl Jónsson, knattspyrnudómari, Friðgeir Bergsteinsson, athafnamaður og KR-ingur, Rakel Dögg Bragadóttir, handboltakempa, Dóra María Lárusdóttir, forritari og Brasilíufari.
Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira