Erlent

Yfirvöld í Kasakstan æf eftir að rangur þjóðsöngur var spilaður

Kolrangur þjóðsöngur ómaði á skotfimikeppni í Kúveit þegar lið Kasakstan tók við gullverðlaunum. Yfirvöld í Kasakstan eru æf vegna málsins en mótshaldarar spiluðu spiluðu útgáfu Borats á þjóðsöngnum.

Liðið fór fram á afsökunarbeiðni og að verðlaunaafhendingin yrði endurtekin. Þjálfari liðsins sagði að skipuleggjendur mótsins hefðu halað niður röngu lagi þegar ljóst var að Kasakstan hefði borið sigur úr býtum.

Lagið er framleitt af breska grínleikaranum Sacha Baron Cohen. Hann söng það síðan í gervi blaðamannsins Borats í samnefndri kvikmynd frá árinu 2006.

Myndband af atvikinu birtist á vefsíðunni YouTube. Þar má sjá verðlaunahafann Maríu Dmitríenkó hlusta á skrumskælda útgáfu af þjóðsöngnum.

Í kvikmyndinni Borat heimsækir persóna Cohens Bandaríkin og sækist í kjölfarið eftir hylli Pamelu Anderson.

Borat vakti hörð viðbrögð í Kasakstan og er myndin með öllu bönnuð í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×