Yngsti þingmaðurinn skólaði þá eldri í kurteisi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 13:17 Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kvartaði undan dónaskap einstakra þingmanna í umræðum á Alþingi í dag og sagðist eiga erfitt með að tileinka sér góða siði sem henni hefðu verið kenndir í uppeldinu um samskipti við fólk við þessar aðstæður. „Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki,“ sagði Jóhanna í upphafi ræðu sinnar en bætti svo við að hegðan margra þingmanna gerði henni það erfitt um vik. Það væri ólíðandi að þurfa að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. Sé slíkt tal ómissandi væri réttast að færa það úr þingsal og inn á þingflokksfundi eða bakherbergi þingsins. „Ef þetta væri annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfólk mitt hryggleysingja, lindýr, talíbana, dólga og einræðisherra eða ef ég myndi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem hefur sett svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengið að kalla mig inn á teppið.“ Jóhanna lagði því til að þingmenn myndu líta í eigin barm og skoða gildi sín og mannleg samskipti. Einnig fór hún fram á að þjóðkjörnir fulltrúarnir myndu láta af frammíköllum úr salnum enda væri slíkt lágmarkskurteisi. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, kvartaði undan dónaskap einstakra þingmanna í umræðum á Alþingi í dag og sagðist eiga erfitt með að tileinka sér góða siði sem henni hefðu verið kenndir í uppeldinu um samskipti við fólk við þessar aðstæður. „Eins og umhverfið hefur verið er valda boðlegt að vinna hér. Gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát þeim gildum sem foreldrar mínir sendu mig út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert og að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki,“ sagði Jóhanna í upphafi ræðu sinnar en bætti svo við að hegðan margra þingmanna gerði henni það erfitt um vik. Það væri ólíðandi að þurfa að sitja undir bölvi og dónaskap annara þingmanna í sinn garð og samflokksmanna. Sé slíkt tal ómissandi væri réttast að færa það úr þingsal og inn á þingflokksfundi eða bakherbergi þingsins. „Ef þetta væri annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfólk mitt hryggleysingja, lindýr, talíbana, dólga og einræðisherra eða ef ég myndi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem hefur sett svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengið að kalla mig inn á teppið.“ Jóhanna lagði því til að þingmenn myndu líta í eigin barm og skoða gildi sín og mannleg samskipti. Einnig fór hún fram á að þjóðkjörnir fulltrúarnir myndu láta af frammíköllum úr salnum enda væri slíkt lágmarkskurteisi.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira