Innlent

"Hún var grimm og andstyggileg“

„Hún var grimm og andstyggileg, staðreyndin er sú að konur eru líka gerendur og karlar þolendur þegar kemur að heimilisofbeldi." Þetta segir þrítugur karlmaður í einlægu viðtali við Ísland í dag í gærkvöldi. Hann var kúgaður og niðurlægður á heimili sínu í yfir tvö ár og fær enn martraðir vegna þess.

Við erum komin stutt á leið í umræðunni um konur sem beita karla ofbeldi. Það eru miklir fordómar í samfélaginu þegar það kemur að þessum málum og staðreyndin er sú að þegar karlar eru þolendur ofbeldis eru viðhorfin allt önnur. Margir, meira að segja fólk sem vinnur við að hjálpa konum sem lenda í heimilisofbeldi, trúa ekki að þetta sé staðreynd, að konur séu oft gerandinn og karlinn þolandinn.

Í tilfelli mannsins var fjölskylda konunnar var meðvituð um ofbeldið en gáfu manninum þau ráð halda bara áfram að vera góður við hana. „Í eitt skipti vorum við heima hjá fjölskyldunni hennar og þá henti hún  mér út vegna þess að ég hafi gefið henni blóm sem henni fannst ekki nógu flott.“

Maðurinn sagði í viðtalinu að hann væri var við mikla vanþekkingu á þessum málum og að ofbeldisumræðuna þurfi að opna. „Þetta á ekki að snúast um karl eða konu, ofbeldi er bara ofbeldi og það er alltaf slæmt.“

Í spilaranum hér að ofan er hægt að horfa á viðtalið í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×