Innlent

For­seta­efni streymdu í Hörpu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum fjöllum við um atburðinn í Hörpu nú fyrir hádegið þar sem forsetaefni streymdu að og skiluðu formlega inn framboði til embættis Forseta Íslands. 

Nú er ljóst að ellefu hafa skilað inn formlegu framboði og svo verður farið yfir meðmælalista frambjóðanda og í næstu viku verður ljóst hvort meðmæli séu gild í öllum tilvikum. 

Einnig fjöllum við um hið umdeilda frumvarp um lagareldi hér við land en nefndarmaður í atvinnuveganefnd Alþingis segist bjartsýn á að nefndin komist að samkomulagi um að breyta ákvæðinu um ótímabundin rekstrarleyfi til að stunda sjókvíaeldi. 

Einnig verður rætt við deildarstjóra hjá Listasafni Reykjavíkur um skemmdir sem unnar voru á verkinu Útlögunum eftir Einar Jónsson sem stendur við Hringbraut. Þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem verk eftir Einar er skemmt á þennan hátt.

Í íþróttum verður körfuboltinn á dagskrá og fjallað um Mjólkurbikarinn í fótbolta. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 26. apríl 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×