Að dæma börn til dauða Hlynur Áskelsson skrifar 18. desember 2013 07:00 Orð okkar og gerðir lýsa innra manni. Þannig hefur Jón Kalman Stefánsson rithöfundur grein sína í Fréttablaðinu þann 11. desember síðastliðinn. Hann er ósammála Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra hvað varðar framlög Íslands til þróunarmála og kemur því skýrt til skila. Innlegg hans í umræðuna um þróunaraðstoð einkennist af mjög hvössum spurningum sem og fullyrðingum. Drepum niður í grein Jóns:Spurning 1: „Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn?“Spurning 2: „Geta þeir [þingmenn stjórnarflokkanna] samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra til að eignast mannsæmandi líf?“Fullyrðing 1: „Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði.“Fullyrðing 2: „Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það er eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu.“ Hvernig Jón Kalman stillir upp orðum sínum og horfir á heiminn er eitthvað sem hann vegur og metur sjálfur. En þessi nálgun á þróunaraðstoð er svo órafjarri þeirri sem erlendir sérfræðingar, sem láta sig málið varða, halda á lofti. Einn af þeim er George Ayittey en hann er hagfræðiprófessor ættaður frá Ghana og er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar á stjórnmálum í Afríku. Honum hefur orðið tíðrætt um þróunaraðstoð Afríku til handa þar sem hann líkir álfunni við betlara sem réttir fram götótta skál og þiggur ölmusu. Götin í skálinni eru orsök spillingar sem kostað hafa þessa fátæku heimsálfu milljarða á milljarða ofan í glötuðu fé. George Ayittey spyr: Hvert er forgangsatriðið? Á að laga lekann eða halda áfram að hella í götótta skál? Hann leggur það til að laga lekann. Það sjái hvert grunnskólabarn í hendi sér. Annað sé hrein vitleysa. Það er fróðlegt að kynna sér skoðanir heimamanna á þeirra eigin vandamálum. Þeirra sýn skarast oftar en ekki við utanaðkomandi lausnir. Samtal þeirra og orðfæri er á tíðum svo miklu málefnalegra, faglegra og gáfulegra heldur en sú orðræða sem berst manni til eyrna og augna hér á landi. Getum við ekki vandað okkur meira? Yrði okkur ekki sómi að því? Orð okkar og gerðir lýsa innri manni og því hvernig við horfum á heiminn. Í lokin vil ég benda á upplýsandi heimasíðu fyrir þá sem vilja kynna sér hugmyndir um þróunaraðstoð (http://www.povertycure.org/). Þar leggur málsmetandi fólk sem starfar í eldlínunni lóð sitt á vogarskálarnar til að færa umræðuna um fátækt til betri vegar. Svo er George Ayittey flottur fyrirlesari og mikill hugsuður sem ég mæli með að Jón Kalman Stefánsson og Bjarni Benediktsson gúgli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Orð okkar og gerðir lýsa innra manni. Þannig hefur Jón Kalman Stefánsson rithöfundur grein sína í Fréttablaðinu þann 11. desember síðastliðinn. Hann er ósammála Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra hvað varðar framlög Íslands til þróunarmála og kemur því skýrt til skila. Innlegg hans í umræðuna um þróunaraðstoð einkennist af mjög hvössum spurningum sem og fullyrðingum. Drepum niður í grein Jóns:Spurning 1: „Að dæma börn til dauða í Afríku svo heilbrigðiskerfið hér á Íslandi fái meiri fjármuni; er það virkilega svona sem Bjarni Benediktsson horfir á heiminn?“Spurning 2: „Geta þeir [þingmenn stjórnarflokkanna] samþykkt tillögu Bjarna Benediktssonar, farið síðan heim, horft kinnroðalaust í augu barna sinna – vitandi það að þeir hafi verið að samþykkja ef ekki dauðadóm yfir börnum í fjarlægum löndum, þá þverrandi möguleika þeirra til að eignast mannsæmandi líf?“Fullyrðing 1: „Það er sama hvaða mælikvarða við notum: ekkert getur réttlætt það að gjalda jáyrði sitt við þessum niðurskurði.“Fullyrðing 2: „Og það er ekki góðmennska að skera niður framlög til þróunarmála. Það er ekki leiðin að betri heimi. Það er eitthvað allt annað. Það er eiginlega andstæða þess, það er kuldi sem er hugsanlega annað orð yfir grimmd; það er háskalegur skortur á sæmdartilfinningu.“ Hvernig Jón Kalman stillir upp orðum sínum og horfir á heiminn er eitthvað sem hann vegur og metur sjálfur. En þessi nálgun á þróunaraðstoð er svo órafjarri þeirri sem erlendir sérfræðingar, sem láta sig málið varða, halda á lofti. Einn af þeim er George Ayittey en hann er hagfræðiprófessor ættaður frá Ghana og er ófeiminn við að viðra skoðanir sínar á stjórnmálum í Afríku. Honum hefur orðið tíðrætt um þróunaraðstoð Afríku til handa þar sem hann líkir álfunni við betlara sem réttir fram götótta skál og þiggur ölmusu. Götin í skálinni eru orsök spillingar sem kostað hafa þessa fátæku heimsálfu milljarða á milljarða ofan í glötuðu fé. George Ayittey spyr: Hvert er forgangsatriðið? Á að laga lekann eða halda áfram að hella í götótta skál? Hann leggur það til að laga lekann. Það sjái hvert grunnskólabarn í hendi sér. Annað sé hrein vitleysa. Það er fróðlegt að kynna sér skoðanir heimamanna á þeirra eigin vandamálum. Þeirra sýn skarast oftar en ekki við utanaðkomandi lausnir. Samtal þeirra og orðfæri er á tíðum svo miklu málefnalegra, faglegra og gáfulegra heldur en sú orðræða sem berst manni til eyrna og augna hér á landi. Getum við ekki vandað okkur meira? Yrði okkur ekki sómi að því? Orð okkar og gerðir lýsa innri manni og því hvernig við horfum á heiminn. Í lokin vil ég benda á upplýsandi heimasíðu fyrir þá sem vilja kynna sér hugmyndir um þróunaraðstoð (http://www.povertycure.org/). Þar leggur málsmetandi fólk sem starfar í eldlínunni lóð sitt á vogarskálarnar til að færa umræðuna um fátækt til betri vegar. Svo er George Ayittey flottur fyrirlesari og mikill hugsuður sem ég mæli með að Jón Kalman Stefánsson og Bjarni Benediktsson gúgli.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar