Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Töluverðrar óánægju gætir innan hlaupasamfélagsins með framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Skipting í almennan flokk og keppnisflokk tókst ekki betur en svo að fyrri hópurinn teppti fyrir þeim seinni. Íslandsmeistari í maraþoni segir mistök brautarstarfsmanns mögulega hafa kostað sig sigur. Innlent 24.8.2025 13:46
Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Vatnshæð í Hvítá hefur lækkað nokkuð eftir töluverða hækkun vegna jökulhlaupsins í nótt. Hlaupið úr Hafrafellslóni hófst á föstudag og Veðurstofan fylgist grannt með þróuninni. Innlent 24.8.2025 13:19
Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á menningarnótt og nokkuð var um minni pústra. Sjö gistu í fangaklefa og voru um 140 mál skráð í kerfi lögreglu. Sérstakt eftirlit var haft með unglingadrykkju og voru ríflega tuttugu ungmennum undir lögaldri færð í unglingaathvarf. Innlent 24.8.2025 13:12
Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Innlent 24.8.2025 11:55
„Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Menningarnótt gekk „heilt yfir“ friðsamlega fyrir sig en samt sinnti lögregla þónokkrum málum og hafði afskipti af nokkrum mönnum í annarlegu ástandi sem veittust ýmist að vegfarendum eða lögreglu. Þá var maður tilkynntur „til ama“ við félagslegt úrræði sem reyndist vera góðkunningi lögreglu og var með tvo hnífa í fórum sínum. Innlent 24.8.2025 07:39
Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Formlegri dagskrá Menningarnætur í ár er lokið, en henni lauk með veglegri flugeldasýningu til heiðurs minningu Bryndísar Klöru. Innlent 24.8.2025 00:10
Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Rúða var brotin í Þjóðleikhúsinu seint í kvöld með þeim afleiðingum að glerbrotum rigndi yfir gólf og gesti. Að sögn sjónarvotts kastaði einhver járnstöng inn um rúðuna með þeim afleiðingum að hún mölbrotnaði. Innlent 23.8.2025 23:51
Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Ekki mátti miklu muna á að harður árekstur hefði orðið á Biskupstungnabraut við Ingólfsfjall í dag við heldur glannalegan framúrakstur í mikilli umferð. Innlent 23.8.2025 22:41
Algjört hrun í fálkastofninum Fálkar hafa ekki verið færri á Íslandi síðan mælingar hófust fyrir fjörutíu og fjórum árum. Fuglafræðingur segir fuglaflensu líklega einu skýringuna, en síðan 2021 hefur meira en helmingur dauðra fálka sem borist hafa til Náttúrufræðistofnunar, verið sýktir af fuglaflensu. Innlent 23.8.2025 21:33
Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Innlent 23.8.2025 21:26
Jökulhlaupið í hægum vexti Jökulhlaup sem hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls er enn í gangi, og enn mælist vöxtur á vatnshæð. Áin virðist enn vera rísa rétt fyrir ofan Húsafell en en vöxturinn er mun hægari en í síðasta stóra hlaupi á svæðinu árið 2020. Innlent 23.8.2025 20:16
Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Kristján Atli Sævarsson, sem er íbúi á Sólheimum í Grímsnesi ræður sér vart yfir kæti þessa dagana því nýi leirbrennsluofninn, sem hann safnaði fyrir í Vestfjarðagöngu sinni i sumar er komin á Sólheima. Kristján sérhæfir sig að útbúa rjúpur og uglur þar sem doppurnar hans eru aðalskrautið á fuglunum. Innlent 23.8.2025 19:20
Grunur um brot gegn fleiri börnum Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni sínu til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Innlent 23.8.2025 18:54
Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu, en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar. Karlmaður sem starfaði við leikskólann situr þegar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot gegn öðru barni. Innlent 23.8.2025 18:26
Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Síðdegis í dag slösuðust tveir starfsmenn á Íslandsmóti í Rallycrossi á rallycrossbraut Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar, AÍH, við Krýsuvíkurveg. Í myndbandi af atvikinu má sjá að einn ökumaður missir stjórn á bílnum og veltir honum upp brekku og beint á tvo starfsmenn. Slysið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá sjúkrafulltrúa. Innlent 23.8.2025 16:35
Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn lögreglunnar á þjófnaði hraðbanka í Mosfellsbæ miða vel. Rannsókn sé viðamikil og lögregla á fullu. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og eru grunaðir um aðild að þjófnaðinum og á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 23.8.2025 14:41
Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, segist hafa komið öllum Íslendingum til varnar, ekki bara mennta- og barnamálaráðherra, í pistli sem hann skrifaði í vikunni um „linnulaust væl Íslendinga yfir málfari“ í tilefni af viðtali við ráðherra í Bítinu og málfarsvillum hans þar. Innlent 23.8.2025 14:26
Lést við tökur á Emily in Paris Ítalski aðstoðarleikstjórinn Diego Borella hneig niður við tökur á Netflix-þáttunum Emily in Paris í Feneyjum á fimmtudag og var úrskurðaður látinn á vettvangi af viðbragðsaðilum. Erlent 23.8.2025 13:53
Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslun áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. Innlent 23.8.2025 12:20
99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Rótgróin sveitahátíð fer fram á Borg í Grímsnesi í dag, sem er skipulögð af Kvenfélagi Grímsneshrepps og kallast Grímsævintýri. Meðal atriða dagsins er tombóla, sem er nú haldin í 99 sinn. Innlent 23.8.2025 12:05
Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Eigandi Sante býst við ákæru gegn sér vegna netverslunar áfengis hvað úr hverju. Hann kveðst þó ekki hafa miklar áhyggjur vegna þessa og segir málið gjörunnið. Fjármála og efnahagsráðherra segir mikilvægast að fá skýringu á lögunum fyrir dómstólum. Innlent 23.8.2025 11:57
Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Reiðhjólabændur bjóða í ár upp á vöktuð hjólastæði í bílastæðahúsinu Traðarkoti við Hverfisgötu á móti Þjóðleikhúsinu. Birgir Birgisson, formaður Reiðhjólabænda, segir þetta gert til að hvetja fólk til að koma á hjóli í bæinn í dag á Menningarnótt. Fólk þarf að koma með eigin lás. Innlent 23.8.2025 11:15
Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Jökulhlaup hófst í gær úr Hafrafellslóni vestan Langjökuls. Hlaupið rennur í farveg Svartár og þaðan í Hvítá í Borgarfirði. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir litlar breytingar á hlaupinu frá því snemma í gærkvöldi. Ekki er mikil úrkoma á svæðinu en það bætir í hana í kvöld. Veður 23.8.2025 09:50
„Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Ghislaine Maxwell, kynferðisafbrotamaður og samverkakona Jeffrey Epstein, segist aldrei hafa séð Donald Trump hegða sér ósæmilega og segir Epstein-skjölin ekki til. Þetta kemur fram í afriti sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti af viðtali sem var tekið við Maxwell í júli. Erlent 23.8.2025 09:40
Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Á síðustu rúmu tveimur árum hafa níu leigubílstjórar verið sviptir leyfi sínu, þar af þrír nú í sumar. Frá því að ný lög tóku gildi árið 2023 hefur Samgöngustofu borist 158 kvartanir undan leigubílstjórum og rúmlega helmingur þeirra er vegna háttsemi bílstjóra. Innlent 23.8.2025 09:32