„Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Garðyrkjufræðingur segir ekkert nema gott hægt að segja um veðurblíðu síðustu daga. Sumarið sé komið til að vera og bændur muni þurfa að hefja heyskap fyrr. Veður 16.5.2025 20:12
Ekkert lát á sumarveðrinu Enn er spáð björtu og hlýju veðri á landinu í dag og og næstu daga. Hitinn gæti náð 23 stigum á Norðausturlandi þar sem verður hlýjast. Líkur eru þó á þokubökkum við sjóinn á sunnan- og austanverðu landinu. Veður 16.5.2025 07:31
Nýtt hitamet slegið á Egilsstöðum Nýtt landshitamet í maímánuði var slegið á Egilsstaðaflugvelli í dag þar sem hiti mældist 25,8°C fyrr í dag. Hitametið var áður 25,6°C og var sett á Vopnafirði þann 26.maí 1992. Veður 15.5.2025 13:46
Vindur, skúrir og kólnandi veður Víðáttumikil hæð yfir Skotlandi og lægð við suðausturströnd Grænlandi valda suðvestanátt á landinu í dag og má búast við strekkingsvindi og skúrum. Yfirleitt verður þó þurrt norðaustanlands. Veður 8.5.2025 07:11
Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Sunnan stinningskaldi eða allhvass vindur er nú á landinu með rigningu og súld, en þurrt norðaustantil. Þegar líður á daginn minnkar vindurinn smám saman og úrkoman verður skúrakenndari vestast á landinu. Veður 7.5.2025 07:13
Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, víða kalda vestanlands en golu fyrir austan. Veður 5.5.2025 07:13
Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Útlit er fyrir sunnan og suðvestan stinningsgolu og dálitla vætu með köflum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Hiti verður þar á bilinu fimm til tíu stig. Hins vegar verður bjartara austanlands og gæti hiti náð 17 stigum þegar best lætur. Veður 4.5.2025 07:55
Sólríkt og fremur hlýtt í dag Víða má gera ráð fyrir sólríku veðri og hægum vindi á landinu í dag. Yfirleitt fremur hlýtt að deginum og hiti á bilinu níu til fjórtán stig. Svalara austast á landinu og suðaustantil verður skýjað og lítilsháttar væta á stöku stað. Veður 3.5.2025 08:40
Skýjað og rigning af og til Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu, þar sem verður skýjað og dálítil súld eða rigning af og til. Þó verður bjart að mestu suðaustantil. Veður 2.5.2025 07:09
Hiti gæti náð fimmtán stigum Lægð suðaustur af Hornafirði stjórnar veðri landsins í dag með vestlægum áttum. Skýjað og dálítil væta og hiti á bilinu fimm til tíu stig. Bjartviðri á Suðausturlandi og Austfjörðum og gæti hiti þar náð 15 stigum. Veður 1.5.2025 10:14
Styttir víða upp og kólnar Lægð suðvestur af Reykjanesi nálgast nú landið en skil hennar fóru allhratt yfir landið í nótt með tilheyrandi vindi og vætu. Veður 30.4.2025 07:08
Von á allhvössum vindi og rigningu Veðurstofan spáir skýjuðu veðri í dag en að verði úrkomulaust að kalla. Austantil má reikna með bjartviðri. Hiti verður á bilinu sex til þrettán stig í dag og hlýjast fyrir norðan. Veður 29.4.2025 07:01
Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag og að gangi á með skúrum sunnan- og vestanlands. Veður 28.4.2025 07:18
Útlit fyrir þokkalegt veður Útlit er fyrir þokkalegt veður á landinu í dag, fremur hægan vind og skúraleiðingar á Suður- og Vesturlandi. Þurrt að mestu og víða bjartviðri norðan- og austanlands, en líkur á þokuslæðingi úti við sjóinn. Veður 27.4.2025 07:53
Hægfara lægð yfir landinu Víðáttumikil og hægfara lægð suðvestur af landinu stjórnar veðrinu næstu daga. Í dag spáir veðurfræðingur sunnan- og suðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s. Skýjað og væta öðru hverju sunnan- og vestanlands, en bjart á norðaustanverðu landinu. Veður 26.4.2025 08:03
Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi beinir til okkar suðaustlægri átt, víða verða fimm til 13 metrar á sekúndu í dag og væta með köflum, en samfelld rigning á Suðausturlandi samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings. Veður 25.4.2025 07:18
Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt og björtu veðri um mest allt land. Við suðurströndina má hins vegar búast við heldur hvassari austanátt, átta til þréttán metrum á sekúndu, og jafnvel skýjuðu veðri með dálítilli vætu af og til. Veður 23.4.2025 07:07
Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu. Veður 22.4.2025 07:09
Víða bjart yfir landinu í dag Í dag má búast við hægum vindum og verður víða bjart yfir landinu. Allmikil hæð er yfir landinu en bætir svo í vind syðst á landinu. Suðasutlæg átt gæti borið með sér súldarbakka við suður- og vesturströndina í dag. Veður 19.4.2025 09:58
Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Í dag verður fremur hæg breytileg átt á landinu, en norðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu á Austfjörðum fram eftir degi. Norðaustan 3 til 8 metrar á sekúndu. Yfirleitt bjart, en skýjað og stöku smáél norðaustantil en léttir í kvöld. Hiti 3 til 9 stig yfir hádaginn, en nálægt frostmarki norðaustantil. Veður 18.4.2025 07:59
Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Í dag má búast við norðan kalda eða stinningskalda á landinu en á Austfjörðum verður allhvöss norðvestanátt fram eftir degi. Norðlæg átt 8 til 13 metrar á sekúndu, en norðvestan 13 til 18 austast. Veður 17.4.2025 08:09
Hæglætisveður um páskana Víða verður allhvass vindur eða strekkingur í dag og á Norður- og Austurlandi verður snjókoma. Á morgun verður norðan kaldi eða stinningskaldi. Á föstudag lægir og rofar til fyrir norðan og um helgina er útlit fyrir hæglætis veður í flestum landshlutum. Veður 16.4.2025 09:06
Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Lægð suðaustur af landinu og hæð yfir Grænlandi beina nú norðaustlægri átt til landsins og má víða reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Veður 15.4.2025 07:28
Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út í tvö aðskilin útköll í gærkvöldi vegna ferðafólks sem var í vandræðum vegna færðar og veðurs. Hríðarveður gekk yfir norðan- og vestanvert landið í gær og er gul viðvörun í gangi á Norður- og Vesturlandi þar til á morgun og til klukkan 22 við Faxaflóa. Veður 14.4.2025 10:14