Fréttir

Fréttamynd

Biðst af­sökunar á „hörmu­legu at­viki“

Vladímír Pútín hefur beðið Ilham Aliyev, forseta Azerbaísjan, afsökunar á „hörmulegu atviki“ sem varðar brotlendingu aserskrar farþegaflugvélar í Kasakstan. Pútín hefur þó ekki viðurkennt sekt Rússa í málinu.

Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Enginn læknir á vaktinni

Íbúar í Rangárvallasýslu krefjast úrbóta í læknamálum en engin læknir var á vakt yfir jólin í sýslunni. Skorað er á stjórnvöld að standa við gefin loforð og tryggja eflingu heilsugæslunnar á landsbyggðinni án tafar.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsvinurinn OG Maco látinn

Bandaríski rapparinn OG Maco er látinn 32 ára að aldri. Hann hafði verið í dái á sjúkrahúsi frá 12. desember eftir að hafa veitt sjálfum sér skotáverka á höfði.

Erlent
Fréttamynd

Sakamálin sem skóku þjóðina

Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­gjafirnar í ár hittu beint í mark

Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark ef marka má gesti Kringlunnar sem fréttastofa náði tali af. Flestir sem voru mættir til að skipta gjöfum þurfu að skipta yfir í rétta stærð en aðrir skiptu bókum sem þeir fengu tvö, eða jafnvel þrjú eintök af. 

Innlent
Fréttamynd

Verið að at­huga frekari þvingunar­að­gerðir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir mikilvægt fyrir Íslendinga að efla varnir þegar kemur að neðansjávarstrengjum. Atlantshafsbandalagið ætlar að auka varnarbúnað sinn á Eystrarsaltinu eftir að sæstrengur skemmdist á jóladag.

Innlent
Fréttamynd

Lygi­leg at­burða­rás í Lands­bankanum

Mikið tjón varð á útibúi Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði í nótt þegar maður bakkaði jeppa inn í útibúið og reyndi að hafa hraðbanka á brott með sér. Ætlunarverkið tókst ekki, maðurinn ók snarlega af vettvangi og er enn ófundinn.

Innlent
Fréttamynd

Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála

Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála austan Kirkjubæjarklausturs um fjögurleytið í dag. Engin slys urðu á fólki en báðir bílar eru óökuhæfir. Loka þurfti veginum um á meðan bílarnir voru fjarlægðir en búið er að opna fyrir umferð að nýju.

Innlent
Fréttamynd

Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða

Formaður Kennarafélags Íslands (KÍ) segir verkefnið við kjarasamningaborðið oft einfaldað af almenningi. Meginmarkmiðið er jöfnun launa kennara og sambærilegra stétta á almennum markaði. Hann segir sambandið vera meðvitað um að önnur kjör en laun þurfi að ræða við samningaborðið.

Innlent
Fréttamynd

Hætta leitinni í Meradölum

Björgunarsveitir eru að hætta leit við Meradali við Grindavík þaðan sem neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Svarta ekkjan“ fannst látin

Eldri kona sem var dæmd til dauða í Japan fyrir áratug fyrir að hafa banað elskhugum sínum með blásýru fannst látin í fangelsisklefa sínum í gær. Hún var 78 ára og hafði hlotið viðurnefnið „svarta ekkjan“.

Erlent