Innlent

Nutu ljúffengra veitinga í boði Kaupþings

Tugir sparibúinna manna lagði leið sína í Listasafn Reykjavíkur í gærkvöldi, ekki til að njóta lista heldur ljúffengra veitinga í boði Kaupþings.

Það var um áttaleytið í gærkvöldi sem prúðbúna gesti tók að streyma í Listasafnið en eins og við sögðum frá í vikunni var það Michelinkokkur frá einum dýrasta veitingastað Frakklands sem eldar og mun dýrasta vínið hafa kostað allt að hundrað þúsund krónur flaskan.

Miklir kyndlar loguðu við innganginn og tóku á móti fólki sem ýmist kom með leigubílum eða einkabifreiðum. Gestirnir voru allir í sínu fínasta pússi. Sumir létu kaldan kvöldgustinn ekkert á sig fá og mættu á jakkanum enda hefur tilhugsunin ein um tíu rétta kvöldverðinn sem fram undan var líklega dugað til að veita mönnum yl í kroppinn. Meðal réttanna voru hreindýr, anda- og gæsalifur, lynghænur, dúfur, humar og fleira.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×