Erlent

Evrópubandalagið hundsar Hugo Chavez

Evrópubandalagið mun áfram hafa Farc-skæruliðasamtökin í Kólombíu á lista sínum yfir hryðjuverkasamtök þrátt fyrir beiðni Hugo Chavez forseta Vesesúela um að Farc verði tekin af þessum lista.

Javier Solana utanríkisráðherra Evrópusambandsins sagði þvert nei við þessari beiðni Chavez. Chavez hefur lagt fram svipaða beiðni við Bandaríkjastjórn og fengið sama svar. Talið er að Farc-samtökin hafi nú 700 gísla í haldi og hafa sumir gíslanna verið í haldi í nær tvo áratugi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×