Erlent

Upp­tök eldsins í gömlu kaup­höllinni enn ó­kunn

Kjartan Kjartansson skrifar
Stór hluti gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn er rústir eina eftir eldsvoðann í síðustu viku.
Stór hluti gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn er rústir eina eftir eldsvoðann í síðustu viku. Vísir/EPA

Ekki liggur enn fyrir hvernig eldur kviknaði í Børsen, gömlu kauphöllinni í Kaupmannahöfn, í síðustu viku. Lögreglumenn komust fyrst til þess að kanna bygginguna á mánudag.

Meiri en helmingur byggingarinnar eyðilagðist í stórbrunanum á þriðjudag í síðustu viku. Turnspíra sem var helsta kennileiti byggingarinnar sem var reist á 17. öld hrundi meðal annars. Talið er að eldurinn hafi kviknað á þakinu sem var þakið með vinnupöllum en endurbætur höfðu staðið yfir á byggingunni undanfarin ár.

Slökkvilið dróg úr viðbúnaði sínum og lögreglumenn gátu loks komist á vettvang á mánudag. Enn var þá talin hætta á að eldur gæti kviknað í glæðum eða veggir hrunið, að sögn AP-fréttastofunnar.

Umferð var hleypt á götur í kringum kauphöllina í byrjun vikunnar þó að nokkrar séu enn lokaðar. Ökumenn gátu þá í fyrsta skipti ekið yfir Knippel-brúna að miðborginni frá því að eldurinn kviknaði.

Danska viðskiptaráðið hefur lýst yfir vilja til þess að endurreisa Børsen þó að ekki sé ljóst hvernig það yrði fjármagnað. Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa meðal annars verið í samskiptum við yfirvöld í París um reynslu þeirra af endurreisn Maríukirkjunnar sem brann árið 2019.

Útveggir kauphallarinnar hrundu eftir eldsvoðann. Enn var talin hætta á frekara hruni í byrjun vikunnar.Vísir/EPA
Margir lögðu leið sína að rústum Børsen um helgina, meðal annars á bátum.Vísir/EPA
Danska viðskiptaráðið hefur sagst vilja endurreisa Børsen en ljóst er að það á eftir að kosta skildinginn.Vísir/EPA
Rústir Børsen í Kaupmannahöfn.Vísir/EPA
Veggskreytingar sem tókst að bjarga úr brennandi byggingunni.AP/Emil Nicolai Helms/Ritzau Scanpix

Tengdar fréttir

Hrunið í gömlu kaup­höllinni heldur á­fram

Útveggur Børsen, gömlu kauphallarinnar í Kaupmannahöfn, hrundi í dag. Unnið er að því að fjarlægja brak og vinnupalla þrátt fyrir að veruleg hætta sé talin á frekara hruni í byggingunni.

Svipað og að horfa upp á Notre Dame brenna

Slökkvilið berst enn við stórbruna í einu helsta kennileiti Kaupmannahafnar; sögufrægu byggingunni Børsen. Sagnfræðingur segir sárt að horfa upp á eldsvoðann en þó ljós í myrkrinu að hluta málverka og menningarverðmæta hafi verið bjargað



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×