Innlent

Aftur ráðist á öryggisvörð í Austurstræti

Ráðist var á öryggisvörð í verslun 10-11 í Austurstræti klukkan hálf sex í morgun. Öryggisvörðurinn sem var á sinni síðustu vakt hafði afskipti af tveimur ölvuðum karlmönnum á þrítugsaldri sem voru með skrílslæti inni í versluninni þegar annar þeirra kýldi hann í andlitið og braut í honum tönn.

Öryggisvörðurinn var fluttur á slysadeild í morgun og er líðan hans góð. Mennirnir höfðu ítrekað verið beðnir um að yfirgefa verslunina vegna óláta og kom til átaka þegar átti að reka þá út. Mennirnir voru handteknir og gistu fangageymslur. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Þetta er í þriðja skiptið á skömmum tíma sem ráðist er á öryggisvörð verslunarinnar. Fyrir nokkrum vikum var ráðist á tvo öryggisverði tvær helgar í röð. Annar þeirra hlaut lífshættulega áverka.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×