Lífið

Brjóstagjöfin gengur eins og í sögu

Turtildúfurnar Kim Kardashian og Kanye West buðu dótturina North velkomna í heiminn fyrir tæplega tveimur vikum og ferst foreldrahlutverkið þeim vel úr hendi.

Litla fjölskyldan býr í glæsihýsi móður Kim, Kris Jenner, í Kaliforníu og hafa þessir fyrstu dagar í lífi North verið yndislegir.

Elska foreldrahlutverkið.
“Kim trúir því ekki hvað hún er móðurleg. Hún er stanslaust að gefa brjóst. Það gengur vel hjá henni og henni finnst hún strax hafa náð tengingu við North,” segir vinkona Kim.

Kim ásamt móður sinni stuttu fyrir fæðinguna.
Það er alls ekki sjálfgefið að brjóstagjöf gangi vel hjá konum og ætlaði Kim ekki einu sinni að prófa að gefa brjóst. Systir hennar, Kourtney Kardashian, sannfærði hana um að prófa það en Kourtney á soninn Mason og dótturina Penelope með sínum heittelskaða, Scott Disick.

Systurnar Kim og Kourtney Kardashian.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.