Hertogynjan af Cambridge, Kate Middleton, sýndi myndarlega óléttubumbuna þegar hún hélt upp á sextíu ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar.
Kate klæddist kjól og yfirhöfn frá Jenny Packham og hælum frá LK Bennett. Hún mætti í athöfnina með eiginmanni sínum, Vilhjálmi Bretaprins og bróður hans, Harry prins.
Nú styttist óðum í að Kate og Vilhjálmur eignist sitt fyrsta barn en hingað til hefur lítið sést á hertogynjunni.