Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Ekkert lát er á stórkaupum enska fótboltaliðsins Chelsea á ungum mönnum fyrir háar fjárhæðir. Portúgalski kantmaðurinn Geovany Quenda er á leið til félagsins fyrir 50 milljónir evra. Enski boltinn 14.3.2025 13:03
Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Thomas Tuchel hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp eftir að hafa verið ráðinn landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Marcus Rashford er í hópnum, í fyrsta sinn í tólf mánuði. Enski boltinn 14.3.2025 09:26
Sir Alex er enn að vinna titla Sir Alex Ferguson er sigursælasti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en fyrrum stjóri Manchester United er ekkert hættur að vinna þótt að hann sé hættur í fótboltanum. Enski boltinn 14.3.2025 08:31
Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Alex Greenwood, fyrirliði Manchester City, er í áfalli eftir að knattspyrnustjóra liðsins, Gareth Taylor, var sagt upp. Hún treystir þó ákvörðun félagsins. Enski boltinn 12. mars 2025 10:01
„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði sínu liði þrátt fyrir tap á móti Paris Saint Germain á Anfield í kvöld. Liverpool er úr leik eftir 1-0 tap í leiknum og 4-1 tap í vítaspyrnukeppni. Enski boltinn 11. mars 2025 23:15
Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Teitur Þórðarson lagði upp mark Preston í ensku b-deildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið tók stig af einu efsta liði deildarinnar. Enski boltinn 11. mars 2025 21:42
Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Stuðningsmenn Arsenal hafa sumir miklar áhyggjur af því hvort félagið geti haldið miðverðinum William Saliba hjá félaginu en hann fullvissaði þá um það að hann ætli sér að vinna titla með Arsenal áður en hann yfirgefur félagið. Enski boltinn 11. mars 2025 18:00
Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Jamie Carragher segir að stærsta vandamál Arsenal sé ekki skorturinn á hreinræktuðum framherja. Liðið þurfi fleiri skapandi leikmenn sem geti búið til betri færi. Enski boltinn 11. mars 2025 13:46
„Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, er fullur sjálfstrausts fyrir leik liðs hans við Liverpool á Anfield í kvöld. Um er að ræða síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 11. mars 2025 13:02
Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Sir Jim Ratcliffe viðurkennir að hafa gert mistök síðan hann eignaðist fjórðungshlut í félaginu. Meðal annars í málum Eriks ten Hag og Dans Ashworth. Enski boltinn 11. mars 2025 12:00
Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi í Manchester United, segir að félagið hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í og ráðist í niðurskurð. Enski boltinn 11. mars 2025 10:32
Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Man. Utd sendi nú í morgun frá sér myndband þar sem hulunni er svipt af nýjum heimavelli félagsins. Enski boltinn 11. mars 2025 10:09
Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Steven Gerrard er einn dáðasti leikmaðurinn í sögu Liverpool en hann náði því aldrei að verða enskur meistari eins og stuðningsmenn hinna liðanna eru duglegir að minna Liverpool stuðningsmenn á. Enski boltinn 10. mars 2025 23:22
Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Newcastle komst í kvöld upp að hlið Manchester City í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á West Ham. Enski boltinn 10. mars 2025 21:54
Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Sir Jim Ratcliffe hefur verið að taka til hjá Manchester United og niðurskurðarhnífurinn hefur verið á lofti. Enski boltinn 10. mars 2025 19:04
Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Gareth Taylor hefur verið látinn taka pokann sinn hjá Manchester City en hann var knattspyrnustjóri kvennaliðsins. Enski boltinn 10. mars 2025 18:23
Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Liverpool á Englandi hefur tilkynnt um samning félagsins við íþróttavöruframleiðandann Adidas. Liðið mun því leika í Adidas-treyjum frá og með næstu leiktíð. Enski boltinn 10. mars 2025 11:00
Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Samir Shah, stjórnarformaður BBC, vill sjá breytingar á fótboltaþættinum vinsæla, Match of the Day. Enski boltinn 10. mars 2025 09:32
Arteta gekk út úr viðtali Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki í neinu sólskinsskapi eftir jafnteflið við Manchester United, 1-1, í gær. Hann kláraði til að mynda ekki viðtal við Sky Sports. Enski boltinn 10. mars 2025 09:02
Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Roy Keane gagnrýndi Arsenal eftir jafnteflið við Manchester United á Old Trafford í gær og sagði að liðið ætti að hafa meiri áhyggjur af liðunum fyrir neðan sig en toppliði Liverpool. Enski boltinn 10. mars 2025 07:31
Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Darren Lewis, aðstoðarritstjóri Daily Mirror, ræddi málefni Jack Grealish og Marcus Rashford á Sky Sports nýverið. Hann segir að ef myndir hefðu náðst af Rashford við drykkju líkt og þær sem birtust af Grealish nýverið þá hefði Rashford verið gerður að engu. Enski boltinn 10. mars 2025 07:01
Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Enski boltinn 9. mars 2025 22:31
„Þetta félag mun aldrei deyja“ „Það hjálpar þegar þú skorar fyrst og þarft ekki að þjást. Maður fann orkuna frá Old Trafford,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Arsenal í dag. Enski boltinn 9. mars 2025 20:16
„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, sagði sína menn ekki hafa skapað næg færi þegar þeir voru með yfirburði gegn Manchester United á Old Trafford. Jafnframt sagði hann sína menn hafa getað tapað leiknum sem lauk með 1-1 jafntefli. Enski boltinn 9. mars 2025 19:32