Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Breiðablik rúllaði yfir Val í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna í fótbolta, 4-0. Berglind Björg Þorvaldsdóttir sussaði á fólk og setti tvö mörk gegn félaginu sem vildi ekki halda henni. Mörk kvöldins má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 16.5.2025 22:31
Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Mohamed Salah segir að liðsfélagi sinn Trent Alexander-Arnold hafi ekki átt það skilið að þurfa að hlusta á baul frá hluta stuðningsmanna Liverpool, þrátt fyrir ákvörðun sína um að yfirgefa félagið og semja við Real Madrid. Enski boltinn 16.5.2025 22:02
Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Lengjudeild karla í fótbolta virðist ætla að fara af stað með spennandi hætti og spennan var í það minnsta mikil í leikjunum þremur í kvöld. Íslenski boltinn 16.5.2025 21:30
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn 16.5.2025 17:17
Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir Aron Einar Gunnarsson hafa spilað vel meirihluta fyrri leiksins gegn Kósovó, þegar Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Leikformið muni lagast og mikilvægt sé að hafa leiðtogann Aron í hópnum. Hann fær meðal annars það hlutverk að sýna gott fordæmi, annars gætu leikmenn farið að hugsa um ströndina og sumarfrí. Fótbolti 16.5.2025 14:10
Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. Íslenski boltinn 16.5.2025 13:46
Svona var blaðamannafundur Arnars Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson sat fyrir svörum vegna valsins á hópi karlalandsliðsins fyrir vináttuleikina gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í næsta mánuði. Fótbolti 16.5.2025 12:45
Aron Einar með en enginn Gylfi Arnar Gunnlaugsson hefur tilkynnt hóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir vináttulandsleikina gegn Skotlandi og Norður-Írlandi. Aron Einar Gunnarsson er í hópnum en ekki Gylfi Þór Sigurðsson. Fótbolti 16.5.2025 13:08
Þróttur mætir bikarmeisturunum Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3. Íslenski boltinn 16.5.2025 12:33
Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Sebastian Hedlund, fyrrverandi leikmaður Vals og núverandi leikmaður Öster, varð fyrir miður skemmtilegri lífsreynslu í gær. Áhorfandi hljóp þá inn á völlinn og réðist á hann. Fótbolti 16.5.2025 12:01
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 25.-21. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 16.5.2025 10:02
Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Þriðja árið í röð er knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo tekjuhæsti íþróttamaður heims, samkvæmt úttekt tímaritsins Forbes, með næstum því tvöfalt hærri tekjur en næsti maður á listanum, Steph Curry. Fótbolti 16.5.2025 09:31
Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fjórtán einstaklingar slösuðust þegar bíl var ekið inn í áhorfendaskara fyrir utan RCDE leikvanginn, nokkrum mínútum eftir að leikur Espanyol og Barcelona hófst í gærkvöldi. Fótbolti 16.5.2025 09:02
Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ákveðnari en margur að fagna sigri í stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna milli Breiðabliks og Vals. Berglind var látin fara frá síðarnefnda liðinu í fyrrahaust og sneri aftur í Kópavoginn. Íslenski boltinn 16.5.2025 08:30
Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta vill fullan völl þegar Ísland tekur á móti Frakklandi á nýju grasi á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Völlurinn verður klár, óvæntir eftirlitsmenn fylgjast með störfum vallarstarfsmanna og stríða þeim Fótbolti 16.5.2025 07:30
Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski framherjinn Marcus Rashford vonast til að Manchester United muni samþykkja öll tilboð upp á 40 milljónir pund eða rétt tæplega sjö milljarða íslenskra króna, í sumar. Sjálfur er Rashford sagður vilja ganga í raðir Barcelona. Enski boltinn 15.5.2025 23:30
Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Hin þaulreynda Anna Björk Kristjánsdóttir samdi nýverið við uppeldisfélag sitt KR og mun leika með liðinu í Lengjudeildinni í fótbolta í sumar. Þessi fyrrum atvinnu- og landsliðskona segir allt annan anda í KR nú en þegar hún lék síðast með liðinu. Íslenski boltinn 15.5.2025 23:01
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Breiðablik og Vestri, tvö af þremur efstu liðum Bestu deildar karla í fótbolta, mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli. Íslenski boltinn 15.5.2025 18:45
Bikarævintýri Fram heldur áfram Eftir að slá FH út í 32-liða úrslitum fór Fram til Akureyrar og lagði bikarmeistara KA. Fram er þar með komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á meðan lánlaust lið KA er úr leik. Íslenski boltinn 15.5.2025 20:02
Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Daníel Tristan Guðjohnsen var á skotskónum þegar Malmö gerði svekkjandi 2-2 jafntefli við Varnamo í sænsku efstu deild karla í knattspyrnu. Fótbolti 15.5.2025 19:13
Barcelona Spánarmeistari Barcelona er Spánarmeistari karla í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Espanyol. Það var við hæfi að Lamine Yamal, nýjasta ofurstjarna Börsunga, var allt í öllu með mark og stoðsendingu. Fótbolti 15.5.2025 19:02
Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Framherjinn Hrvoje Tokic hefur ákveðið að rífa fram takkaskóna og spila með Stokkseyri í 5. deild karla hér á landi. Þá mun Martin Bjarni Guðmundsson, margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum, einnig spila með liðinu. Íslenski boltinn 15.5.2025 17:46
Glódís fær nýjan þjálfara Þýskalandsmeistarar Bayern München, sem Glódís Perla Viggósdóttir leikur með, hafa ráðið nýjan þjálfara. Fótbolti 15.5.2025 16:01
Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Molly, dóttir Oasis-söngvarans Liams Gallagher, á von á barni með leikmanni Liverpool, Nathaniel Phillips. Enski boltinn 15.5.2025 15:16
Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Í tengslum við leik Fylkis og Selfoss í Lengjudeild karla í fótbolta síðastliðinn föstudag var veittur styrkur úr minningarsjóði Egils Hrafns en hann tengdist báðum félögum sterkum böndum. Fótbolti 15.5.2025 14:32