Fótbolti

Kristian Nökkvi lagði upp í tapi

Þrátt fyrir að fá rautt spjald í síðasta leik með Jong Ajax þá var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Roda í hollensku B-deildinni í kvöld. Kristian Nökkvi lagði upp eina mark Jong Ajax í liðsins.

Fótbolti

Mynd­band: Frá­bær stoð­sending Alberts

Albert Guðmundsson lagði upp fyrra mark Genoa í mikilvægum 2-1 sigri liðsins á Benevento í Serie B, ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Markið kom eftir frábært spil leikmanna Genoa og hefur félagið nú birt myndband af markinu á samfélagsmiðlum sínum.

Fótbolti

Topp­liðið kaupir Kiwi­or frá Spezia

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar hefur fest kaup á varnarmanninum Jakub Kiwior, samherja Mikaels Egils Ellertssonar hjá Spezia. Sá er pólskur landsliðsmaður og kostar Arsenal 20 milljónir punda, rúmlega þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna.

Enski boltinn

„Verður ekki betra en þetta“

„Mikið af tilfinningum, mikið af gæðum. Verður ekki betra en þetta,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að lið hans Arsenal vann Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins.

Enski boltinn

Hvorki Anna Björk né Margrét í sigur­liði

Tveir íslenskir varnarmenn komu við sögu í leikjum dagsins í Serie A kvenna, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn er Inter gerði jafntefli og Margrét Árnadóttir kom inn af bekknum þegar Parma tapaði.

Fótbolti

Lampard óttast ekki að verða rekinn

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, segist ekki óttast það að verða rekinn eftir enn eitt tap liðsins í ensku úrvalsdeildinni í gær. Everton mátti þola 2-0 tap gegn West Ham í fallbaráttuslag og liðið er án sigurs í deildinni síðan í október á síðasta ári.

Fótbolti

Man United samdi við tvo leik­menn í dag

Lið Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta styrkti leikmannahóp sinn til muna í dag þegar liðið samdi við tvo leikmenn. Önnur kemur á láni frá franska liðinu París Saint-Germain á meðan hin kemur frá Kanada.

Enski boltinn