Fjöldi mála þar sem brotið er á starfsfólki í veitingageiranum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 19:00 Óskar Hafnfjörð Gunnarsson. VÍSIR/SKJÁSKOT Töluvert er orðið um að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk, en það hefur ekki þekkst í veitingageiranum hér á landi hingað til. Aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslands þar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki.Í fréttum okkar í gær var greint frá því að eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi sé mun meiri en framboðið ræður við. Þessi þróun hefur orðið til þess að aðilar í veitingarekstri leita út fyrir landsteinana að vinnafli í auknum mæli. „Við erum að sjá í auknum mæli starfsmannaleigur koma inn í veitingahúsin og gististaðina, sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, eftirlitsfulltrúi MATVÍS. Vinnustaðaeftirlit í veitingageiranum hefur undanfarna mánuði verið stórhert að frumkvæði ASÍ, en Óskar segir að aldrei hafi jafn mörg mál þar sem grunur er á að brotið sé á réttindum starfsfólks ratað inn á borð til MATVÍS. „Það er gríðarleg aukning, gríðarleg. Í sumar hefur verið bara vitlaust að gera,“ segir hann.Má segja að það hafi orðið algjör sprenging í þessum málum?„Gjörsamlega. Við sjáum ekki fram úr þessu eins og er, það er sífellt að bætast í. Enda voru ráðnir 25 nýir eftirlitsfulltrúar sem eru út á örkinni í hverri einustu viku um allt land.“ Óskar segir nokkur nýleg dæmi um að erlendir einstaklingar eða hópar komi til lands á fölskum forsendum, búi við hrörlegan húsakost eða séu látnir vinna langar vaktir dögum saman. Þá sé nokkuð mikið um að starfsmenn sem vinni fulla vinnu séu skráðir sem starfsnemar. „Yfirleitt er það bara upp á fæði og húsnæði og fólk fær þá engin laun. Þá er engin kennitala skráð og fólk ekki tryggt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er alveg gríðarlega alvarlegt mál enda erum við að skoða þetta gaumgæfilega. Þetta er í raun að taka við, þetta eru nýju sjálfboðaliðarnir,“ segir hann. Málin séu þó oft erfið við að eiga. „Oftar en ekki er fólk bara hrætt við að missa vinnuna og lífsviðurværi sitt.“ Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Töluvert er orðið um að aðilar í veitingarekstri nýti sér erlendar starfsmannaleigur til að verða sér úti um starfsfólk, en það hefur ekki þekkst í veitingageiranum hér á landi hingað til. Aldrei hafa verið jafn mörg mál á borði Matvæla og veitingafélags Íslands þar sem grunur er um að brotið sé á starfsfólki.Í fréttum okkar í gær var greint frá því að eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi sé mun meiri en framboðið ræður við. Þessi þróun hefur orðið til þess að aðilar í veitingarekstri leita út fyrir landsteinana að vinnafli í auknum mæli. „Við erum að sjá í auknum mæli starfsmannaleigur koma inn í veitingahúsin og gististaðina, sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, eftirlitsfulltrúi MATVÍS. Vinnustaðaeftirlit í veitingageiranum hefur undanfarna mánuði verið stórhert að frumkvæði ASÍ, en Óskar segir að aldrei hafi jafn mörg mál þar sem grunur er á að brotið sé á réttindum starfsfólks ratað inn á borð til MATVÍS. „Það er gríðarleg aukning, gríðarleg. Í sumar hefur verið bara vitlaust að gera,“ segir hann.Má segja að það hafi orðið algjör sprenging í þessum málum?„Gjörsamlega. Við sjáum ekki fram úr þessu eins og er, það er sífellt að bætast í. Enda voru ráðnir 25 nýir eftirlitsfulltrúar sem eru út á örkinni í hverri einustu viku um allt land.“ Óskar segir nokkur nýleg dæmi um að erlendir einstaklingar eða hópar komi til lands á fölskum forsendum, búi við hrörlegan húsakost eða séu látnir vinna langar vaktir dögum saman. Þá sé nokkuð mikið um að starfsmenn sem vinni fulla vinnu séu skráðir sem starfsnemar. „Yfirleitt er það bara upp á fæði og húsnæði og fólk fær þá engin laun. Þá er engin kennitala skráð og fólk ekki tryggt ef eitthvað kemur upp á. Þetta er alveg gríðarlega alvarlegt mál enda erum við að skoða þetta gaumgæfilega. Þetta er í raun að taka við, þetta eru nýju sjálfboðaliðarnir,“ segir hann. Málin séu þó oft erfið við að eiga. „Oftar en ekki er fólk bara hrætt við að missa vinnuna og lífsviðurværi sitt.“
Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira