Innlent

Búnir að hafa alla að fífli

Ferfætlingsins fræga er enn leitað á Hlíðarfjalli.
Ferfætlingsins fræga er enn leitað á Hlíðarfjalli.
„Dóttir mín er búin að gráta sig í svefn kvöld eftir kvöld og hvers vegna?“ spyr Kristjana Margrét Svansdóttir, eigandi hundsins Lúkasar.

Kristjana undrast hegðan þeirra sem lugu því til á spjallrásum að Helgi Rafn Brynjarsson hefði drepið hundinn hennar á grimmilegan máta. Þeir hafi jafnvel gengið svo langt að staðfesta söguna hjá lögreglu.

„Ég er löngu búin að fá ógeð á þessu. Ég skil ekki fólk sem er það sjúkt að hafa ekkert betra að gera en að eltast við fólk sem er búið að týna hundinum sínum,“ segir hún. Hundurinn Lúkas sást, sem kunnugt er, á Hlíðarfjalli í fyrradag, en hefur enn ekki verið klófestur.

„Þeir eru búnir að hafa alla að fífli. Lögreglan er meira að segja búin að kafa eftir hundinum. Og þvílík mannorðssverting fyrir strákinn [Helga]. Það er búið að reka hann úr vinnu en ég ætla að vona að vinnan sjái sóma sinn í að ráða hann aftur,“ segir hún.

Kristjana ætlar að hafa samband við Helga þegar frá líður.

„En ég ætla að leyfa honum að anda svolítið fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×