Innlent

Jónína hætt í framsókn

Treysti því ekki að spilltu öflin séu horfin úr flokknum. Ég verð því ekki á listanum, segir Jónína á Facebook.
Treysti því ekki að spilltu öflin séu horfin úr flokknum. Ég verð því ekki á listanum, segir Jónína á Facebook.
Jónína Benediktsdóttir hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hún skipaði 15. sæti listans í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á Facebook síðu sína skrifaði hún í dag: „Ég hef sagt mig úr Framsóknarflokknum. Treysti því ekki að spilltu öflin séu horfin úr flokknum. Ég verð því ekki á listanum."

Jónína segist ekki hafa verið rekin þaðan eins og Guðrún Valdimarsdóttir sem fór af listanum á dögunum, „heldur fór ég sjálf."

„Yfirlýsing formannsins um að ekkert væri við Guðrúnu að athuga og svo að reka ha...na er stórmerkileg," segir Jónína ennfremur en hún spáir því að Hanna Birna Kristjánsdóttir leiði „þjóðstórn eftir kosningar og er það vel, úr því sem komið er."





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×