Innlent

Matthías Máni í einangrun á Litla-Hrauni

„Já, Matthías Máni er í einangrun," segir varðstjóri í fangelsinu á Litla-Hrauni. Eins og fram hefur komið í dag gaf Matthías Máni Erlingssson, sem strauk úr fangelsinu síðastliðinn mánudag, sig fram við ábúendur á Ásólfsstöðum í Þjórsárdal snemma í morgun.



Ekki er búið að taka ákvörðun um hvort að Matthías Máni verði í einangrun yfir Jól og áramót. Sú ákvörðun verður tekin af Margréti Frímannsdóttur, fangelsisstjóra á Litla-Hrauni.



Á blaðamannafundi í dag sagði Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, að ekki væri vitað hvernig Matthías Máni hefði komist fyrir þau vopn sem hann var með í morgun.



Matthías Máni var vopnaður riffli, hnífum og öxi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×