Innlent

Sturla getur ekki kosið sjálfan sig

Boði Logason skrifar
Sturla Jónsson vill ekki gefa upp hvaða flokk hann ætlar að kjósa - en hann getur ekki kosið sjálfan sig.
Sturla Jónsson vill ekki gefa upp hvaða flokk hann ætlar að kjósa - en hann getur ekki kosið sjálfan sig.
„Já ég vissi af þessu,“ segir Sturla Jónsson, sem getur ekki kosið eigin lista í Alþingiskosningunum eftir tólf daga.

Ástæðan er sú að listinn sem hann býður sig fram fyrir, Sturla Jónsson K-listi, býður einungis fram í einu kjördæmi á landinu, Reykjavíkukjördæmi Suður. Sjálfur býr Sturla í Grafarvogi og tilheyrir því Reykjavíkurkjördæmi Norður.

Ástæðuna fyrir þessu segir Sturla að hann telji sig eiga meira bakland í Reykjavíkurkjördæmi Suður. En hvaða flokk ætlar hann þá að kjósa í kosningunum? „Ég ætla að halda því fyrir mig. Það verður mjög skemmtilegt fyrir fólk að velta sér upp úr því - það hefur þá eitthvað um að tala.“

Sturla hefur lengi gagnrýnt kosningakerfið og vill að landið verði eitt kjördæmi. „Þetta sýnir það að fólk getur ekki notið mannréttinda sinna og kosið þar sem það langar. Við fáum engu ráðið það er búið að njörða okkur niður eins og í fjárhúsunum,“ segir Sturla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×