Handbolti

Sportspjallið: Aron Kristjánsson í yfirheyrslu hjá Gaupa

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, segir þá Björgvin Pál Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson standa öðrum íslenskum markvörðum framar um þessar mundir.

Þetta er meðal þess sem fram kom í svörum Arons við spurningum Guðjóns Guðmundssonar í Sportspjallinu þessa vikuna. Fóru þeir félagar um víðan völl í spjallinu.

Rúmir tveir mánuðir eru þar til flautað verður til leiks á EM í Danmörku í janúar. Tveir lykilmenn liðsins, þeir Aron Pálmarsson og Alexanders Petersson, hafa glímt við meiðsli og fór Aron Kristjánsson sérstaklega í saumana á stöðu hægri skyttu.

Aron var einnig spurður út í áhyggjur af varnarleiknum þar sem Ingimundur Ingimundarson glími við meiðsli, Vignir Svavarson fái lítið að spila og sömu sögu má segja um Ólaf Gústafsson.

Aron ræddi einnig kröfu Gunnars Steins Jónssonar að fá tækifæri með liðinu og mikilvægi þess að leikmenn liðsins væru líkamlega sterkir. Í því samhengi kom meðal annars fram að Oddur Gretarsson þyrfti að styrkja sig mikið til að geta farið að berjast um sæti í liðinu af alvöru.

Sportspjallið má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×