Íslenski boltinn

Andri til liðs við Grindavíkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andri við undirskriftina í dag.
Andri við undirskriftina í dag. Vísir/Heimasíða Grindavíkur
Eyjamaðurinn Andri Ólafsson er kominn til Grindavíkur eftir stutta dvöl hjá KR í vesturbæ Reykjavíkur. Hann mun því spila í 1. deildinni í sumar.

Andri gerði þriggja ára samning við KR í janúar í fyrra en hann spilaði ekkert með liðinu síðastliðið tímabil vegna þrálátra meiðsla.

Hann hefur æft með Grindavík síðustu daga og hefur nú samið við liðið til loka núverandi keppnistímabils. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

Andri er á 29. aldursári og á að baki tæplega 190 leiki í deild og bikar með ÍBV, uppeldisfélagi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×