Íslenski boltinn

Farid biður Þórsara afsökunar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Farid Zato samdi við Þór og KR en leikur með KR í sumar.
Farid Zato samdi við Þór og KR en leikur með KR í sumar. Vísir/Daníel
Farid Zato, Tógómaðurinn sem samdi eins og frægt er orðið við bæði Þór og KR, biður stuðningsmenn Þórsara afsökunar á Twitter-síðu sinni.

Þór og KR komust að samkomulagi á miðvikudaginn um að Farid myndi leika í vesturbænum í sumar en KSÍ hafði borist undirritaður samningur með beiðni um félagaskipti frá báðum félögum.

Farid áttar sig á að sumir stuðningsmenn Þórsarar eru líklega svekktir með gang mála en eðlilega voru þeir kátir með að fá jafnöflugan leikmann til sín.

„Ég vil biðja alla stuðningsmenn Þórs afsökunar sem voru ánægðir með að fá mig og sendu mér kveðjur á Twitter og Facebook,“ skrifaði Farid og lokaði tístinu með kassmerkjunum #big og #sorry.

Farid lék stórvel með Víkingi Ólafsvík í Pepsi-deildinni í sumar en hann spilaði alla 22 leiki liðsins og skoraði eitt mark.


Tengdar fréttir

Farid Zato spilar með KR í sumar

Knattspyrnudeildir KR og Þór frá Akureyri hafa sent frá sér yfirlýsingu um mál Farid Zato sem var búinn að gera samning við bæði félögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×