Íslenski boltinn

Aron Bjarki skoraði fimmta leikinn í röð - KR í toppsætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Bjarki Jóspesson er einn af mörgum leikmönnum KR-liðsins sem taka þátt í mottumars.
Aron Bjarki Jóspesson er einn af mörgum leikmönnum KR-liðsins sem taka þátt í mottumars. Mynd/Heimasíða KR
Miðvörðurinn Aron Bjarki Jóspesson var áfram á skotskónum í kvöld þegar KR vann 3-0 sigur á ÍA í Lengjubikarnum í fótbolta en liðið mættust í Egilshöllinni.

Aron Bjarki skoraði annað mark KR í leiknum úr vítaspyrnu á 83. mínútu en hin mörkin skoruðu þeir Baldur Sigurðsson á 27. mínútu og Kjartan Henry Finnbogason á 90. mínútu.

Aron Bjarki var þarna að skora í fimmta leiknum í röð og eins og í hinum fjórum þá skoraði hann seint í leiknum. Mörkin hans hafa öll komið á síðustu sjö mínútum leikjanna þar af þrjú þeirra í uppbótartíma.

KR-ingar hafa unnið 3 af 4 leikjum sínum í A-riðli Lengjubikarsins en þetta var fyrsta tap Skagamanna sem misstu toppsætið til KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×