Íslenski boltinn

Maggi Gylfa búinn að ná í síðasta púslið fyrir atlöguna að Evrópusæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Hurst.
James Hurst. Vísir/Anton
Valsmenn ætla sér að vera með í barátunni um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í sumar og þjálfarinn Magnús Gylfason segir það mikinn styrk að fá James Hurst aftur liðs við félagið. Magnús segir að leikmannahópurinn sé klár fyrir sumarið og að liðið sé tilbúið í að berjast um Evrópusæti. Guðjón Guðmundsson ræddi við Magnús í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld.

„Við erum alveg himinlifandi með að fá Hurst aftur. Við þekkjum hann frá því í fyrra þegar hann var frábær fyrir okkur þangað til hann for í glugganum," sagði Magnús Gylfason. James Hurts gekk þá til liðs við enska C-deildarliðið Crawley Town.

„Það var enginn vafi á því að við ætluðum að styrkja okkur. Við stefndum að því í fyrra að ná Evrópusæti og það tókst ekki. Nú ætlum við að vera sterkari til að gera alvöru atlögu að Evrópusætinu," sagði Magnús. Munu KR og FH berjast áfram um titilinn eins og síðustu ár?

„Ég rétt að vona það að það verðir fleiri lið inn í myndinni og vonandi náum við að blanda okkur eitthvað í þá baráttu. Við fengum Mads Nielsen lánaðan frá Bröndby á dögunum og hann er hörkuleikmaður. Nú þegar James Hurst er kominn þá held ég að síðasta púslið sé komið," sagði Magnús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×