Íslenski boltinn

Hurst gæti yfirgefið Val í ágúst

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hurst í leik gegn Breiðablik.
Hurst í leik gegn Breiðablik. vísir/daníel
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag þá er Englendingurinn öflugi, James Hurst, búinn að skrifa undir samning við Pepsi-deildarlið Vals.

Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri Vals, staðfesti við Vísi í dag að samningurinn væri út þessa leiktíð.

Hurst lék einnig með Val í fyrra en fór í byrjun júlí aftur til Englands. Munu Valsmenn þurfa að horfa aftur á eftir honum um mitt sumar?

"Hann fer ekkert í júlí en er með klausu sem gefur honum tækifæri á að fara í ágúst. Þá þarf samt að uppfylla ákveðin skilyrði," segir Jóhann.

Framkvæmdastjórinn býst við því að þetta séu síðustu kaup Vals í vetur en lokar þó ekki hurðinni á að fleiri leikmenn komi.

Líkt og oft áður eru talsverðar breytingar á leikmannahópi Vals. Til liðsins eru meðal annars komnir Kristinn Ingi Halldórsson, Halldór Hermann Jónsson og Mads Nielsen frá Danmörku.

Út fóru meðal annars Jónas Tór Næs, Patrick Pedersen, Matthías Guðmundsson og Stefán Ragnar Guðlaugsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×