Íslenski boltinn

Þór samdi við Farid í lok febrúar | Viðræður í gangi milli Þórs og KR

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Spilar Farid með Þór eða KR?
Spilar Farid með Þór eða KR? Vísir/Daníel
„Hann skrifaði undir samning við Þór 27. febrúar en við vorum búnir að ræða við hann frá því í lok október,“ segir Magnús Eggertsson í leikmannaráði Þórs í samtali við Vísi um Tógómanninn FaridZato.

Fram kom á vef fótbolti.net í dag að Íslandsmeistarar KR vonist ennþá til að semja við Farid en eins og Vísir greindi frá í síðasta mánuði var Tógómaðurinn á reynslu hjá vesturbæjarliðinu.

„Við virtum það fullkomlega að hann væri hjá KR. En eftir nokkra daga þar hafði hann sjálfur samband og spurði hvort samningurinn hjá okkur stæði enn til boða. Það var svo og við kláruðum okkar mál á einum sólarhring,“ segir Magnús.

„Við buðum honum samning og höfum klárlega áhuga á stráknum,“ sagði BaldurStefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, við fótbolti.net í dag og virðist sem svo að Íslandsmeistararnir ætli að kaupa Farid af Þór áður en hann spilar leik fyrir félagið.

Það vill Magnús þó ekki staðfesta. „Við erum í viðræðum við KR um þetta. Það er allt gott á milli okkar og engin leiðindi. Ég veit ekkert hvað er í gangi hinum megin. Við erum bara í viðræðum við KR,“ segir Magnús.

Farid var orðinn leikmaður Þórs um leið og hann skrifaði undir samninginn en hvernig komust þau skilaboð áleiðis norður að hann væri farinn að gæla aftur við KR?

„Við heyrðum af því viku seinna eða svo. Það kom frá mönnum tengdum honum,“ segir Magnús Eggertsson í samtali við Vísi.

Farid spilaði með Víkingi úr Ólafsvík í Pepsi-deildinni síðasta sumar. Þessi öflugi miðjumaður spilaði 22 leiki í deildinni og skoraði eitt mark.


Tengdar fréttir

Zato samdi við Þór

Farid Zato, Tógómaðurinn sem lék með Víkingi Ólafsvík í fyrra, er genginn í raðir Þórs á Akureyri.

Farid Zato æfir með KR

Tógomaðurinn Farid Zato kemur til landsins í dag og æfir með Íslandsmeisturum KR í eina viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×