Íslenski boltinn

Hurst samdi við Valsmenn

Hurst í leik með Val í fyrra.
Hurst í leik með Val í fyrra.
Valsmenn fengu afar góðan liðsstyrk í dag þegar Englendingurinn James Hurst samdi við liðið á nýjan leik.

Hurst var einnig í herbúðum Vals í fyrra en yfirgaf liðið um mitt sumar og gekk í raðir Crawley Town í ensku C-deildinni. Hann var laus frá félaginu og var án félags er Valur samdi við hann.

Hurst lék átta leiki með Val í fyrra og skoraði í þeim leikjum tvö mörk. Hann lék sautján leiki með ÍBV árið 2010.

Leikmaðurinn er ekki ókunnugur á Íslandi en hann kom upphaflega til Íslands er hann spilaði með ÍBV og sló strax í gegn.

Þessi 22 ára strákur hefur víða komið við á ferlinum og einnig leikið með WBA, Blackpool, Shrewsbury, Chesterfield og Birmingham.

Það er alveg ljóst að Valsmenn ætla sér stóra hluti næsta sumar og koma Hurst undirstrikar það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×