Íslenski boltinn

Knattspyrnudeild FH skilar tugmilljóna hagnaði

Knattspyrnudeild FH skilaði methagnaði á síðasta ári upp á 45 milljónir króna. Deildin er nánast skuldlaus og hyggur á frekari uppbyggingu á Kaplakrikasvæðinu.  

Heildarvelta knattspyrnudeildarinnar var 270 milljónir króna á síðasta ári og rekstrarhagnaðurinn 45 milljónir.

FH-ingar hafa farið aðra leið í fjármögnun á íþróttamannvirkjum en önnur félög. Risinn var einkaframkvæmd og í bígerð eru tvö knatthús annað í fullri stærð og hitt minna en Risinn.

Hér að ofan má sjá frétt Harðar Magnússonar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×