Íslenski boltinn

Engin gestrisni í Boganum | KA og Þór með sigra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs.
Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs. Vísir/Valli
Þór vann Fjölni, 2-1, í riðli 2 í A-deild Lengjubikarsins í fótbolta í kvöld en leikið var í Boganum á Akureyri.

Þórsarar skoruðu tvö mörk á sex mínútna kafla eftir að Fjölnir hafði komist yfir og tryggðu sér sigurinn en ÁrmannPétur Ævarsson skoraði það fyrra á 63. mínútu og Jóhann Helgi Hannesson sigurmarkið á 66. mínútu.

Þór er eftir sigurinn í öðru sæti riðils 2 með ellefu stig eftir fimm leiki en FH er á toppnum með stigi meira eftir fjóra leiki. Fjölnir er í þriðja sæti með sjö stig.

Fyrr í dag vann KA sigur á Fylki, 4-0, þar sem Ævar Ingi Jóhannesson kom heimamönnum yfir strax á fyrstu mínútu leiksins.

Aðeins fjórum mínútum síðar bætti Hallgrímur Mar Steingrímsson við marki úr vítaspyrnu, 2-0, og hann var svo aftur á ferðinni á 34. mínútu, staðan 3-0 í hálfleik.

Hrannar Björn Steingrímsson, bróðir Hallgríms, innsiglaði svo glæsilegan sigur KA-manna með fjórða marki liðsins á 72. mínútu. Skellur hjá Fylki í Boganum gegn liði sem spilar í 1. deild.

Fylkir er í fjórða sæti riðils 2 með sjö stig eins og Fjölnir eftir fimm leiki en KA var að vinna sinn fyrsta sigur og er með fjögur stig eftir fimm leiki. Sjö umferðir eru í riðlakeppni Lengjubikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×