Íslenski boltinn

„Sam er algjörlega niðurbrotinn“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tillen, til vinstri, í leik gegn Stjörnunni síðastliðið sumar.
Tillen, til vinstri, í leik gegn Stjörnunni síðastliðið sumar. Vísir/Valli
Sam Tillen, leikmaður FH í Pepsi-deild karla, bíður þess nú að komast í aðgerð eftir að hafa fótbrotnað illa í leik með liðinu í kvöld.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdarstjóri FH, sagði við Vísi að hann hefði fengið þær upplýsingar frá Tillen væri nú á sjúkrahúsi en vonast er til að hann komist í aðgerð strax í kvöld.

Hann brotnaði illa í leik gegn HK í Lengjubikarnum en sköflungurinn fór alveg í sundur eftir tæklingu við leikmann Kópavogsliðsins.

Birgir sagði að Tillen væri „algjörlega niðurbrotinn“ enda yrði að teljast afar ólíklegt að hann næði að spila með FH í sumar. Það hefur þó ekki verið formlega staðfest af læknum enn sem komið er.

Tillen er Englendingur sem hefur spilað hér á landi síðan 2008, er hann gekk í raðir Fram. Hann kom svo til FH fyrir tímabilið í fyrra og kom við sögu í 21 leik í deild og bikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×